Nýjar upplýsingar um erlenda netverslun landsmanna Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2023 07:00 Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun