Ofbeldi gegn mótmælendum örvæntingarfull tilraun til að halda völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Mótmælin vegna dauða Möhsu Amini hafa verið hörð og staðið yfir í á fimmta mánuð. Mótmælendur hafa verið beittir mikilli hörku. Getty/Chris McGrath Fjórir hafa verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælum í Íran. Mótmælin eru meðal þeirra verstu sem brotist hafa út síðan klerkaveldið var stofnað fyrir rúmum fjörutíu árum. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist afleiðingar mótmælanna. Áratugir eru síðan ástandið var svona eldfimt í Persaflóaríkinu og mótmælendur hafa kallað eftir því að klerkaveldið verði afnumið, en það var stofnað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Mótmælin hófust í haust eftir að hin tuttugu og tveggj ára gamla Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. hún var handtekin fyrir að hafa ekki slæðu, skylduklæðnað íranskra kvenna, nógu þétt bundna á höfðinu. Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa myrt hana. Margar íranskar konur hafa síðan tekið niður slæðuna í mótmælaskini, Möhsu til stuðnings, þrátt fyrir hættuna sem því fylgir. Sleppa slæðunni til að sýna föllnum virðingu Konur sem norska fréttastofan TV2 ræddi við í byrjun mánaðar í Tehran, höfuðborg Íran, vildu hvorki sýna andlit sitt né láta nafns síns getið. Margar þeirra, sem hafa lagt slæðuna á hilluna, segja tíma þvingaðs slæðuburðar liðinn. „Ein ástæða þess [að ég ber ekki slæðu] er að allir menn ættu að fá að vera frjálsir. Önnur ástæða er að sýna hinum föllnu virðingu,“ sagði ein kvennanna sem TV2 ræddi við 3. janúar síðastliðinn. Mótmælin hafa nú staðið yfir í á fimmta mánuð og virðist ekki ætla að linna. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu lögreglu. „Hún hefur notað skotvopn af stuttu færi, misbeitt táragasi, barið fólk með lögreglukylfum harkalega. Hundruðir manna, barna og kvenna hafa særst og tugir látist í mótmælum,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Anna segir aðstæður handtekinna mótmælenda hræðilegar.Aðsend Örvæntingarfull tilraun til að halda í völdin Hinn tvítugi Mohammad Mehdi Karami landsliðsmaður í karate og fertugi leikfimiþjálfarinn Sayyed Mohammad Hosseini voru fyrstir til vera teknir af lífi fyrir þátttöku í mótmælunum eftir fljótafgreidd réttarhöld. Síðan hafa hinir tuttugu og tveggja ára gömlu Mohsen Shekari og Majidreza Rahnavard verið aflífaðir. Allir voru þeir sakfelldir fyrir að heyja stríð gegn Guði. „The hands of foreigners were obvious (behind the protests). What America did and various European countries did (was obvious),“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, í ávarpi á dögunum. Sama hvort mótmælin séu vestrænum ríkjum að kenna eða ekki hafa þau, vegna mannréttindabrota stjórnvalda, lagt viðskiptaþvinganir á írönsk stjórnvöld, enn meiri en þegar voru á, og því mikil togstreita milli Írans og vestrænna ríkja. Spjótum hefur til að mynda verið beint að Írönum með tengsl til Evrópu. Ali Reza Akbari, sem eitt sinn var meðal hæst settu embættismannanna í varnarmálaráðuneyti Íran, var handtekinn en hann á rætur að rekja til Bretlands. Tveimur vikum eftir handtökuna var hann tekinn af lífi, grunaður um njósnir og landráð. Anna segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist mótmælendur. „Þessi örvæntingarfulla tilraun yfirvalda í Íran að halda í valdið og völdin sín. Þau beita dauðarefsingunni og hafa dæmt fólk til dauða á grundvelli falskra ákæra. Þetta er ótti sem þau eru að reyna að skapa meðal almennings með það að augnamiði að fólk hætti að þora að mótmæla og láta í sér heyra.“ Íran Mannréttindi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Áratugir eru síðan ástandið var svona eldfimt í Persaflóaríkinu og mótmælendur hafa kallað eftir því að klerkaveldið verði afnumið, en það var stofnað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Mótmælin hófust í haust eftir að hin tuttugu og tveggj ára gamla Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. hún var handtekin fyrir að hafa ekki slæðu, skylduklæðnað íranskra kvenna, nógu þétt bundna á höfðinu. Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa myrt hana. Margar íranskar konur hafa síðan tekið niður slæðuna í mótmælaskini, Möhsu til stuðnings, þrátt fyrir hættuna sem því fylgir. Sleppa slæðunni til að sýna föllnum virðingu Konur sem norska fréttastofan TV2 ræddi við í byrjun mánaðar í Tehran, höfuðborg Íran, vildu hvorki sýna andlit sitt né láta nafns síns getið. Margar þeirra, sem hafa lagt slæðuna á hilluna, segja tíma þvingaðs slæðuburðar liðinn. „Ein ástæða þess [að ég ber ekki slæðu] er að allir menn ættu að fá að vera frjálsir. Önnur ástæða er að sýna hinum föllnu virðingu,“ sagði ein kvennanna sem TV2 ræddi við 3. janúar síðastliðinn. Mótmælin hafa nú staðið yfir í á fimmta mánuð og virðist ekki ætla að linna. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu lögreglu. „Hún hefur notað skotvopn af stuttu færi, misbeitt táragasi, barið fólk með lögreglukylfum harkalega. Hundruðir manna, barna og kvenna hafa særst og tugir látist í mótmælum,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Anna segir aðstæður handtekinna mótmælenda hræðilegar.Aðsend Örvæntingarfull tilraun til að halda í völdin Hinn tvítugi Mohammad Mehdi Karami landsliðsmaður í karate og fertugi leikfimiþjálfarinn Sayyed Mohammad Hosseini voru fyrstir til vera teknir af lífi fyrir þátttöku í mótmælunum eftir fljótafgreidd réttarhöld. Síðan hafa hinir tuttugu og tveggja ára gömlu Mohsen Shekari og Majidreza Rahnavard verið aflífaðir. Allir voru þeir sakfelldir fyrir að heyja stríð gegn Guði. „The hands of foreigners were obvious (behind the protests). What America did and various European countries did (was obvious),“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, í ávarpi á dögunum. Sama hvort mótmælin séu vestrænum ríkjum að kenna eða ekki hafa þau, vegna mannréttindabrota stjórnvalda, lagt viðskiptaþvinganir á írönsk stjórnvöld, enn meiri en þegar voru á, og því mikil togstreita milli Írans og vestrænna ríkja. Spjótum hefur til að mynda verið beint að Írönum með tengsl til Evrópu. Ali Reza Akbari, sem eitt sinn var meðal hæst settu embættismannanna í varnarmálaráðuneyti Íran, var handtekinn en hann á rætur að rekja til Bretlands. Tveimur vikum eftir handtökuna var hann tekinn af lífi, grunaður um njósnir og landráð. Anna segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist mótmælendur. „Þessi örvæntingarfulla tilraun yfirvalda í Íran að halda í valdið og völdin sín. Þau beita dauðarefsingunni og hafa dæmt fólk til dauða á grundvelli falskra ákæra. Þetta er ótti sem þau eru að reyna að skapa meðal almennings með það að augnamiði að fólk hætti að þora að mótmæla og láta í sér heyra.“
Íran Mannréttindi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira