Sögu Irma-verslana í Danmörku að ljúka Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 10:52 Stórtíðindi bárust af dönskum matvörumarkaði í morgun. Getty Stórtíðindi bárust af dönskum matvörumarkaði í morgun þegar tilkynnt var að til verslanir Kvickly, SuperBrugsen og Irmu verði sameinaðar undir einu merki. Verslanirnar verða reknar undir merkjum Coop frá og með næsta hausti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska matvörurisanum Coop. Í nýju skipulagi mun Coop reka verslanir undir þremur merkjum í stað átta – Coop/coop.dk, 365discount og Brugsen. Til þessa hefur risinn rekið verslanir undir merkjum Kvickly, SuperBrugsen, Dagli´Brugsen, Fakta, 365discount, Irma, Coop.dk Shopping og Coop.dk MAD. Fram kemur að með breytingunni verði til stærsta matvörukeðjan í Danmörku, Coop, og að markmiðið sé að tryggja Dönum betri og ódýrari matvöru. Nafni verslana sem nú ganga undir nafninu Dagli`Brugsen verður breytt í Brugsen. Varðandi vörumerkið Irma þá segir í tilkynningunni að vörur verði enn framleiddar undir merkjum Irma sem fáanlegar verða í Coop. Sögu þeirra 65 Irma-verslana sem reknar eru í Danmörku mun hins vegar ljúka og verður nafni þeirra níu stærstu breytt í Coop, nafni 28 þeirra verður breytt í 365discount og nafni ellefu þeirra verður breytt í Brugsen. Sautján verslunum, sem nú eru reknar undir merkjum Irma, verður lokað. Danmörk Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska matvörurisanum Coop. Í nýju skipulagi mun Coop reka verslanir undir þremur merkjum í stað átta – Coop/coop.dk, 365discount og Brugsen. Til þessa hefur risinn rekið verslanir undir merkjum Kvickly, SuperBrugsen, Dagli´Brugsen, Fakta, 365discount, Irma, Coop.dk Shopping og Coop.dk MAD. Fram kemur að með breytingunni verði til stærsta matvörukeðjan í Danmörku, Coop, og að markmiðið sé að tryggja Dönum betri og ódýrari matvöru. Nafni verslana sem nú ganga undir nafninu Dagli`Brugsen verður breytt í Brugsen. Varðandi vörumerkið Irma þá segir í tilkynningunni að vörur verði enn framleiddar undir merkjum Irma sem fáanlegar verða í Coop. Sögu þeirra 65 Irma-verslana sem reknar eru í Danmörku mun hins vegar ljúka og verður nafni þeirra níu stærstu breytt í Coop, nafni 28 þeirra verður breytt í 365discount og nafni ellefu þeirra verður breytt í Brugsen. Sautján verslunum, sem nú eru reknar undir merkjum Irma, verður lokað.
Danmörk Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira