Umfjöllun, viðtöl og myndir: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Njarðvík kafsigldi Blika í síðari hálfleik Jakob Snævar Ólafsson skrifar 1. febrúar 2023 20:00 Bríet Sif Hinriksdóttir lætur vaða. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. Gestirnir, sem voru án síns stigahæsta leikmanns í vetur, Sanja Orozovic, skoruðu fyrstu stig leiksins. Bæði lið spiluðu mjög góða vörn í upphafi leiks og stigaskorið gekk erfiðlega. Það tók heimakonur fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 3-2 fyrir Njarðvík. Heimakonur hittu betur úr þriggja stiga en tveggja stiga skotum en fimmtán af sautján stigum þeirra í fyrsta leikhluta komu fyrir utan þriggja stiga línuna. Breiðablik hitti ekki betur. Gestirnir voru hins vegar fullir eldmóðs en misstu heimakonur aðeins frá sér í seinni hluta fyrsta leikhluta og var staðan að honum loknum 17-9 fyrir Njarðvík. Þökk sé batnandi sóknarleik Breiðabliks í öðrum leikhluta náðu þær að halda leiknum í sama horfi og í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 31-22 fyrir Njarðvík. Anna Soffía Lárusdóttir fór fyrir liði Breiðabliks og skoraði helming stiga þeirra í fyrri hálfleik, ellefu.Vísir/Hulda Margrét Í liði heimakvenna var Isabella Ósk Sigurðardóttir stigahæst með níu stig. Aliyah Collier, stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, hafði óvenju hægt um sig í stigaskori og skoraði ekkert stig í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta hertu Njarðvíkingar tökin á leiknum til muna. Þær spiluðu hörkufína vörn og Breiðablik átti í mestu erfiðleikum með að skora. Gestirnir hittu aðeins úr þremur skotum utan af velli og skoruðu sjö stig í leikhlutanum en Njarðvík skoraði þrjátíu. Staðan að honum loknum var 61-29 fyrir heimakonur. Aliyah A'taeya Collier var róleg miðað við oft áður.Vísir/Hulda Margrét Í fjórða leikhluta sendu Njarðvíkingar leikmenn inn á völlinn sem fengið hafa minni leiktíma í vetur. Þær gáfu byrjunarliðinu ekkert mikið eftir og náðu að auka stigamuninn í fjörtíu stig, 85-45. Eftir þennan leik er Njarðvík á sömu slóðum í deildinni í fjórða sæti en Breiðablik heldur sjöunda sætinu. Af hverju vann Njarðvík? Fyrst og fremst með frábærum þriðja leikhluta. Eftir það var leiknum í raun lokið. Í leikhlutanum stórbættu þær skotnýtingu sína og spiluðu hörkuvörn. Breiðablik missti boltann nánast jafn oft og í öllum fyrri hálfleik og Njarðvíkingar nýttu sér það vel. Heimakonur fóru hægt af stað og leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en eftir fyrstu fimm mínúturnar voru þær með yfirhöndina. Fjarvera Sanja Orozovic var líklega of þungur baggi fyrir lið Breiðabliks í þessum leik. Kamilla Sól Viktorsdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir sáttar.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Hjá Njarðvík voru Raquel Laneiro og Erna Hákonardóttir stigahæstar með sextán stig en sú fyrrnefnda náði fleiri fráköstum og gaf fleiri stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir og Dzana Crnac voru næstar með ellefu stig. Frammistaða Dzana vekur sérstaka athygli en hún var inni á vellinum í tæpar 7 mínútur. Hún var með hundrað prósent skotnýtingu og hitti úr þremur þriggja stiga skotum og einu tveggja stiga skoti. Geri aðrar betur. Aliyah Collier setti á endanum aðeins sex stig niður en var á hinn bóginn frákastahæst Njarðvíkinga með ellefu fráköst. Erna Hákonardóttir [fyrir miðju].Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur Breiðabliks eins og hann leggur sig. Með góðum varnarleik og mikilli baráttu í fyrri hálfleik náðu gestirnir að halda sóknarleik Njarðvíkinga á pari við sinn eigin. Heimakonur fundu lausnir á því í seinni hálfleik en sóknir Breiðabliks gengu verr og skotnýtingin fór niður á við á meðan hún batnaði verulega hjá Njarðvík. Fjörtíu og fimm stig í heilum leik duga skammt en ekki er ólíklegt að betur hefði gengið að koma boltanum ofan í körfuna hefði Sanja Orozovic verið með Blikum í kvöld. Hvað gerist næst? Framundan eru tveir leikir hjá landsliði Íslands í undankeppni EM og því verður ekki leikið í deildinni fyrr en 19. febrúar. Liðin hafa þá tækifæri til að æfa meira en Njarðvíkingar verða að gera það að talsverðu leyti án miðherjans Isabellu Óskar Sigurðardóttur sem var valin í landsliðshópinn. Þann 19. febrúar mætir Njarðvík Haukum á Ásvöllum en Breiðablik heimsækir neðsta lið deildarinnar ÍR. Lovísa Bylgja Sverrisdóttir.Vísir/Hulda Margrét Það er allt sem ég get beðið þær um Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks er hugsanlega orðinn vanur stórum ósigrum gegn efstu liðum deildarinnar en hann virtist taka þessu fjörtíu stiga tapi með jafnaðargeði. „Við byrjuðum fyrri hálfleik með mikilli orku og ákefð. Við vissum að þær yrðu sterkari í seinni hálfleik en við náðum ekki að sýna sömu ákefð og Njarðvík og gerðum nokkuð af mistökum í varnarleiknum. Þegar á heildina er litið er ég hins vegar þokkalega sáttur við frammistöðu liðsins.“ Jeremy Smith er þjálfari Blikakvenna en leikur með karlaliði félagsins í Subway-deildinni.Vísir/Diego Jeremy var spurður hvaða áhrif svo stórt tap gæti mögulega haft á sjálfstraust leikmanna. „Við erum að reyna að byggja liðið upp og getum ekki látið svona leiki hafa of mikil áhrif á okkur. Við viljum vinna en ef við gerum það ekki þýðir það að við verðum að halda áfram að bæta okkur.“ Sóknarleikur Blika gekk ekki vel í leiknum og hefur raunar gengið nokkuð verr en varnarleikurinn á þessari leiktíð. Því var ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort Jeremy Smith og hans leikmenn væru að vinna sérstaklega í því að bæta sóknarleikinn. „Já, en við söknuðum greinilega Sanja hér í kvöld. Hún er stór hluti af okkar leik. Við náðum samt þeim skotum sem við viljum ná en við verðum bara að koma þeim ofan í. Við verðum bara að halda vinnunni áfram.“ Þrátt fyrir þetta stóra tap er Jeremy Smith bjartsýnn fyrir það sem eftir er af leiktíð Breiðabliks. „Hvaða lið sem við spilum við þá byrjar það á því að reima á sig skóna eins og við. Við byrjuðum þennan leik vel og í hvert sinn sem við spilum þá höfum við tækifæri. Við verðum bara að kasta teningunum í næsta leik og skora fleiri stig en andstæðingurinn. Það er allt sem skiptir máli.“ Að lokum var Jeremy spurður hvort hann hefði trú á að lið hans gæti veitt efstu liðum deildarinnar meiri keppni en í þessum leik. „Við einbeitum okkur mest að okkar eigin leik og höfum ekki áhyggjur af öllum hinum. Ég er ánægður með að stelpurnar sýni jafn mikla baráttu og þær gera. Það er allt sem ég get beðið þær um.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. 1. febrúar 2023 21:31
Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. Gestirnir, sem voru án síns stigahæsta leikmanns í vetur, Sanja Orozovic, skoruðu fyrstu stig leiksins. Bæði lið spiluðu mjög góða vörn í upphafi leiks og stigaskorið gekk erfiðlega. Það tók heimakonur fjórar mínútur að skora sín fyrstu stig. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 3-2 fyrir Njarðvík. Heimakonur hittu betur úr þriggja stiga en tveggja stiga skotum en fimmtán af sautján stigum þeirra í fyrsta leikhluta komu fyrir utan þriggja stiga línuna. Breiðablik hitti ekki betur. Gestirnir voru hins vegar fullir eldmóðs en misstu heimakonur aðeins frá sér í seinni hluta fyrsta leikhluta og var staðan að honum loknum 17-9 fyrir Njarðvík. Þökk sé batnandi sóknarleik Breiðabliks í öðrum leikhluta náðu þær að halda leiknum í sama horfi og í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 31-22 fyrir Njarðvík. Anna Soffía Lárusdóttir fór fyrir liði Breiðabliks og skoraði helming stiga þeirra í fyrri hálfleik, ellefu.Vísir/Hulda Margrét Í liði heimakvenna var Isabella Ósk Sigurðardóttir stigahæst með níu stig. Aliyah Collier, stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, hafði óvenju hægt um sig í stigaskori og skoraði ekkert stig í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta hertu Njarðvíkingar tökin á leiknum til muna. Þær spiluðu hörkufína vörn og Breiðablik átti í mestu erfiðleikum með að skora. Gestirnir hittu aðeins úr þremur skotum utan af velli og skoruðu sjö stig í leikhlutanum en Njarðvík skoraði þrjátíu. Staðan að honum loknum var 61-29 fyrir heimakonur. Aliyah A'taeya Collier var róleg miðað við oft áður.Vísir/Hulda Margrét Í fjórða leikhluta sendu Njarðvíkingar leikmenn inn á völlinn sem fengið hafa minni leiktíma í vetur. Þær gáfu byrjunarliðinu ekkert mikið eftir og náðu að auka stigamuninn í fjörtíu stig, 85-45. Eftir þennan leik er Njarðvík á sömu slóðum í deildinni í fjórða sæti en Breiðablik heldur sjöunda sætinu. Af hverju vann Njarðvík? Fyrst og fremst með frábærum þriðja leikhluta. Eftir það var leiknum í raun lokið. Í leikhlutanum stórbættu þær skotnýtingu sína og spiluðu hörkuvörn. Breiðablik missti boltann nánast jafn oft og í öllum fyrri hálfleik og Njarðvíkingar nýttu sér það vel. Heimakonur fóru hægt af stað og leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en eftir fyrstu fimm mínúturnar voru þær með yfirhöndina. Fjarvera Sanja Orozovic var líklega of þungur baggi fyrir lið Breiðabliks í þessum leik. Kamilla Sól Viktorsdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir sáttar.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? Hjá Njarðvík voru Raquel Laneiro og Erna Hákonardóttir stigahæstar með sextán stig en sú fyrrnefnda náði fleiri fráköstum og gaf fleiri stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir og Dzana Crnac voru næstar með ellefu stig. Frammistaða Dzana vekur sérstaka athygli en hún var inni á vellinum í tæpar 7 mínútur. Hún var með hundrað prósent skotnýtingu og hitti úr þremur þriggja stiga skotum og einu tveggja stiga skoti. Geri aðrar betur. Aliyah Collier setti á endanum aðeins sex stig niður en var á hinn bóginn frákastahæst Njarðvíkinga með ellefu fráköst. Erna Hákonardóttir [fyrir miðju].Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur Breiðabliks eins og hann leggur sig. Með góðum varnarleik og mikilli baráttu í fyrri hálfleik náðu gestirnir að halda sóknarleik Njarðvíkinga á pari við sinn eigin. Heimakonur fundu lausnir á því í seinni hálfleik en sóknir Breiðabliks gengu verr og skotnýtingin fór niður á við á meðan hún batnaði verulega hjá Njarðvík. Fjörtíu og fimm stig í heilum leik duga skammt en ekki er ólíklegt að betur hefði gengið að koma boltanum ofan í körfuna hefði Sanja Orozovic verið með Blikum í kvöld. Hvað gerist næst? Framundan eru tveir leikir hjá landsliði Íslands í undankeppni EM og því verður ekki leikið í deildinni fyrr en 19. febrúar. Liðin hafa þá tækifæri til að æfa meira en Njarðvíkingar verða að gera það að talsverðu leyti án miðherjans Isabellu Óskar Sigurðardóttur sem var valin í landsliðshópinn. Þann 19. febrúar mætir Njarðvík Haukum á Ásvöllum en Breiðablik heimsækir neðsta lið deildarinnar ÍR. Lovísa Bylgja Sverrisdóttir.Vísir/Hulda Margrét Það er allt sem ég get beðið þær um Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks er hugsanlega orðinn vanur stórum ósigrum gegn efstu liðum deildarinnar en hann virtist taka þessu fjörtíu stiga tapi með jafnaðargeði. „Við byrjuðum fyrri hálfleik með mikilli orku og ákefð. Við vissum að þær yrðu sterkari í seinni hálfleik en við náðum ekki að sýna sömu ákefð og Njarðvík og gerðum nokkuð af mistökum í varnarleiknum. Þegar á heildina er litið er ég hins vegar þokkalega sáttur við frammistöðu liðsins.“ Jeremy Smith er þjálfari Blikakvenna en leikur með karlaliði félagsins í Subway-deildinni.Vísir/Diego Jeremy var spurður hvaða áhrif svo stórt tap gæti mögulega haft á sjálfstraust leikmanna. „Við erum að reyna að byggja liðið upp og getum ekki látið svona leiki hafa of mikil áhrif á okkur. Við viljum vinna en ef við gerum það ekki þýðir það að við verðum að halda áfram að bæta okkur.“ Sóknarleikur Blika gekk ekki vel í leiknum og hefur raunar gengið nokkuð verr en varnarleikurinn á þessari leiktíð. Því var ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort Jeremy Smith og hans leikmenn væru að vinna sérstaklega í því að bæta sóknarleikinn. „Já, en við söknuðum greinilega Sanja hér í kvöld. Hún er stór hluti af okkar leik. Við náðum samt þeim skotum sem við viljum ná en við verðum bara að koma þeim ofan í. Við verðum bara að halda vinnunni áfram.“ Þrátt fyrir þetta stóra tap er Jeremy Smith bjartsýnn fyrir það sem eftir er af leiktíð Breiðabliks. „Hvaða lið sem við spilum við þá byrjar það á því að reima á sig skóna eins og við. Við byrjuðum þennan leik vel og í hvert sinn sem við spilum þá höfum við tækifæri. Við verðum bara að kasta teningunum í næsta leik og skora fleiri stig en andstæðingurinn. Það er allt sem skiptir máli.“ Að lokum var Jeremy spurður hvort hann hefði trú á að lið hans gæti veitt efstu liðum deildarinnar meiri keppni en í þessum leik. „Við einbeitum okkur mest að okkar eigin leik og höfum ekki áhyggjur af öllum hinum. Ég er ánægður með að stelpurnar sýni jafn mikla baráttu og þær gera. Það er allt sem ég get beðið þær um.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. 1. febrúar 2023 21:31
Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. 1. febrúar 2023 21:31
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum