Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:54 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira