„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 14:02 Ljóst má vera að fjölmargir gera sér ekki grein fyrir því að bannað sé að keyra yfir göngustíginn við World Class Laugar í Laugardal eða hreinlega hundsa merkingarnar. Vísir/Egill „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ Þetta segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um síendurtekinn og ólöglegan akstur fólks yfir göngustíg við World Class í Laugardal sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Alexandra segir að það jafnframt geta verið erfitt að fást við fólk sem hlýði ekki umferðarreglum og að í raun sé það á borði lögreglu að tryggja að umferðarlögum sé framfylgt. Rætt var við móður í Laugardal í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hún kallaði eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Mikil umferð barna sé á stígnum sem liggur meðal annars milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar. Alexandra segir að umferðaröryggishópur á samgöngusviði borgarinnar hafi á sínum tíma metið það að þessi staður væri hættulegur og í kjölfarið var ráðist í breytingar sem fól í sér breytingar á bílastæðinu næst Laugum og að koma upp skiltum. „Í umferðaröryggishópnum er reynt að meta hlutina út frá faglegum forsendum. Þó að að stjórnmálamenn komi reglulega með einhverjar uppástungur þá er því vísað inn í vinnu þessa hóps. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Það var ráðist í þessar aðgerðir til að takmarka umferð þarna yfir. Það er alveg skýrt að allur akstur er bannaður nema fyrir vöruafhendingu. Það er auðvitað erfitt að fást við það ef ökumenn eru ekki að hlýða umferðarlögum. Ég held að það sé í raun lögreglumál og það ætti þá að sekta þá sem eru keyra þarna sem eiga ekki að vera þarna. Varðandi það hvort að hægt sé að fara í einhverjar enn frekari aðgerðir, ég veit það ekki.... Það er spurning hvort að hættan sem sé af þessu núna sé ennþá svo mikil að hún ætti að vera ofarlega í forgangsröðuninni, en það er eitthvað sem ég myndi þurfa treysta faglegu mati til að skoða. Það er alvarlegt mál ef fólk er ekki að hlýða þessu og það getur vel verið að þurfi að skoða frekari aðgerðir. Ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Alexandra. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2 Lögreglu kunnugt um málið Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu sé vel kunnugt um málið. „Við höfum fengið ábendingar, ekki margar, en við höfum fengið ábendingar. En við fáum náttúrulega gríðarlega margar ábendingar inn í okkar kerfi um hin og þessi umferðarlagabrot.“ Árni segir að þarna sé fólk klárlega að brjóta gegn fyrirmælum um umferðarmerki sem þýði 20 þúsund króna sekt. „Við biðjum fólk og vonum að sjálfsögðu að fólk fari að lögum. Við gerum það meðal annars með merkjum og hraðatakmörkunum. Og fólki ber að fara eftir umferðarmerkingum, bæði í Laugardalnum, miðborginni og annars staðar. Við vitum af þessu, en það er stórt svæði sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Þetta segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um síendurtekinn og ólöglegan akstur fólks yfir göngustíg við World Class í Laugardal sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Alexandra segir að það jafnframt geta verið erfitt að fást við fólk sem hlýði ekki umferðarreglum og að í raun sé það á borði lögreglu að tryggja að umferðarlögum sé framfylgt. Rætt var við móður í Laugardal í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hún kallaði eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Mikil umferð barna sé á stígnum sem liggur meðal annars milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar. Alexandra segir að umferðaröryggishópur á samgöngusviði borgarinnar hafi á sínum tíma metið það að þessi staður væri hættulegur og í kjölfarið var ráðist í breytingar sem fól í sér breytingar á bílastæðinu næst Laugum og að koma upp skiltum. „Í umferðaröryggishópnum er reynt að meta hlutina út frá faglegum forsendum. Þó að að stjórnmálamenn komi reglulega með einhverjar uppástungur þá er því vísað inn í vinnu þessa hóps. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Það var ráðist í þessar aðgerðir til að takmarka umferð þarna yfir. Það er alveg skýrt að allur akstur er bannaður nema fyrir vöruafhendingu. Það er auðvitað erfitt að fást við það ef ökumenn eru ekki að hlýða umferðarlögum. Ég held að það sé í raun lögreglumál og það ætti þá að sekta þá sem eru keyra þarna sem eiga ekki að vera þarna. Varðandi það hvort að hægt sé að fara í einhverjar enn frekari aðgerðir, ég veit það ekki.... Það er spurning hvort að hættan sem sé af þessu núna sé ennþá svo mikil að hún ætti að vera ofarlega í forgangsröðuninni, en það er eitthvað sem ég myndi þurfa treysta faglegu mati til að skoða. Það er alvarlegt mál ef fólk er ekki að hlýða þessu og það getur vel verið að þurfi að skoða frekari aðgerðir. Ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Alexandra. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2 Lögreglu kunnugt um málið Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu sé vel kunnugt um málið. „Við höfum fengið ábendingar, ekki margar, en við höfum fengið ábendingar. En við fáum náttúrulega gríðarlega margar ábendingar inn í okkar kerfi um hin og þessi umferðarlagabrot.“ Árni segir að þarna sé fólk klárlega að brjóta gegn fyrirmælum um umferðarmerki sem þýði 20 þúsund króna sekt. „Við biðjum fólk og vonum að sjálfsögðu að fólk fari að lögum. Við gerum það meðal annars með merkjum og hraðatakmörkunum. Og fólki ber að fara eftir umferðarmerkingum, bæði í Laugardalnum, miðborginni og annars staðar. Við vitum af þessu, en það er stórt svæði sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10
Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25