Hrós getur gert kraftaverk Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2023 07:01 Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur 1. mars um heim allan. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 20 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Markmiðið með deginum er að stuðla að aukinni vellíðan með því að hvetja fólk til að gefa og þiggja hrós. Þetta er dagur til að fagna því góða í öðrum og lyfta hvert öðru upp með hvatningar- og þakklætisorðum. Með því að dreifa jákvæðni og gleði gerum við heiminn að betri stað, einu hrósi í einu. Hvað gerir hrós fyrir okkur? Að gefa hrós er mikilvæg leið til að sýna þakklæti, góðvild og jákvæðni í garð annarra. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við ættum að gefa hrós: Hrós stuðlar að bættu sjálfsáliti: Hrós getur hjálpað til við að bæta sjálfsálit og auka sjálfstraust þess sem fær hrósið. Vingjarnleg og hlý orð geta farið langt í að láta fólk líða vel með sjálft sig. Hrós dreifir jákvæðni: Hrós dreifir jákvæðni og hamingju. Þegar við hrósum stuðlum við ekki aðeins að aukinni vellíðan þess sem fær hrósið heldur dreifum líka gleði. Hrós bætir sambönd: Að hrósa getur hjálpað til við að byggja upp og bæta sambönd. Hrós sýnir að við veitum öðrum eftirtekt og að við kunnum að meta þá. Hrós hvetur til góðvildar: Þegar við hrósum setjum við fordæmi um góðvild og jákvæðni. Þetta getur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hrós eykur hamingju: Sýnt hefur verið fram á að bæði það að gefa og þiggja hrós eykur hamingju og vellíðan. Í stuttu máli getur hrós haft mikil áhrif á aðra og hjálpað til við að skapa jákvæðari heim fyrir okkur öll. Góðar leiðir til að hrósa Besta leiðin til að hrósa fer eftir einstaklingnum og aðstæðum. Hér fyrir neðan eru nokkur almenn ráð til að gefa áhrifaríkt og einlægt hrós: Verum nákvæm: Í stað þess að segja eitthvað almennt eins og „Þú lítur vel út í dag“ er betra að vera nákvæmari, t.d. með því að segja: „Kjóllinn þínn er fallegur og fer þér mjög vel, hann dregur fram litinn í augunum þínum.“ Hrósum af einlægni og yfirvegun: Hrós þarf að vera einlægt og ósvikið. Fólk tekur yfirleitt eftir því þegar hrós er ekki einlægt, svo við þurfum að vera viss um að meina það sem við segjum. Einbeitum okkur að hegðun: Hrós sem einblínir á hegðun eða persónuleika einstaklings er oft þýðingarmeira en hrós sem einblínir á útlit. Hægt væri t.d. að segja: „Þú komst með góðar og uppbyggilegar ábendingar á fundinum sem mér fannst til fyrirmyndar“, eða „Ég dáist að því hversu mikla vinnu þú lagðir í smáatriðin.“ Veitum hrós umsvifalaust: Betra er að hrósa strax frekar en að bíða eftir sérstöku tilefni. Umsvifalaust hrós hefur miklu meiri áhrif. Höldum augnsambandi: Þegar við hrósum er gott að halda augnsambandi. Augnsamband gerir samskiptin persónulegri og innilegri. Forðumst að hrósa of mikið: Þá geta sumir upplifað að það sé ekki einlægt. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum verður hrós áhrifaríkt, einlægt og vel metið af þeim sem þiggur það. Hrós getur gert kraftaverk Máttur hróss er mikill. Það er fátt sem yljar manni eins um hjartarætur og einlægt hrós. Æfum okkur markvisst í því að hrósa fólkinu í kringum okkur. Gott og sannfærandi hrós kostar ekki krónu en getur gert kraftaverk. Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“ Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook síðuna Hrós dagsins.
Örfá dæmi um gott hrós: „Þú hefur frábæran húmor og færð mig alltaf til að hlæja.“ „Ég dáist að því hvernig hvernig þú sérð alltaf það besta í fólki.“ „Þú ert frábær hlustandi, mér finnst afar gott að tala við þig.“ „Þú hefur einstakt og fallegt bros.“ „Ég dáist að jákvæðu viðhorfi þínu, það er svo smitandi.“ „Þú hefur náttúrulega hæfileika til að elda, maturinn þinn er alltaf ljúffengur.“ „Þú átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og lætur öðrum líða vel.“
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun