Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2023 15:00 Þýskir hermann hafa verið að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Leopard 2 skriðdreka og í notkun eldri Leopard 1 skriðdreka. Til þess hafa gamlir hermenn verið kallaðir úr helgum stein til að kenn á eldri skriðdrekana. EPA-EFE/FILIP SINGER Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. Pólverjar hafa afhent minnst fjóra Leopard 2 skriðdreka og ætla sér að senda minnst tíu til viðbótar. Þeir eru einnig að senda Úkraínumönnum þrjátíu P-91 skriðdreka, sem eru í raun verulega uppfærðir T-72 skriðdrekar frá tímum Sovétríkjanna. Þá hafa Þjóðverjar heitið því að senda átján Leopard 2skriðdreka og Bretar eru einnig að þjálfa úkraínska hermenn í að nota Challenger 2 skriðdreka. Aðrir bakhjarlar Úkraínu ætla að senda færri skriðdreka af gerðinni Leopard 2. Sjá einnig: Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri Þar að auki hafa ráðamenn í Evrópu lofað því að senda umtalsverðan fjölda eldri skriðdreka af gerðinni Leopard 1 til Úkraínu. Til dæmis stendur til að senda 88 slíka skriðdreka frá Þýskalandi. Bandaríkjamenn hafa þar að auki heitið því að útvega Úkraínumönnum 31 M1A1 Abrams skriðdreka en það er langt í að þeir verði afhentir. Úkraínumenn eru einnig að fá mikið magn bryndreka frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í síðasta mánuði fyrir hægagang með skriðdrekasendingar. Hann sagði að eftir mikinn þrýsting á Þjóðverja um mánaða skeið skildi hann ekki að margir af þeim sem hefðu þrýst hvað mest á Þjóðverja færu hægt. Í frétt New York Times segir að óljóst sé hvort bakhjörlum Evrópu takist að skrapa saman Leopard 2 skriðdreka fyrir tvö herfylki (e. Battalion) eða alls 62 skriðdreka. Það er þrátt fyrir að áætlað sé að um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar, í mörgum útgáfum, séu í notkun í Evrópu. Skriðdrekinn er sá algengasti í heimsálfunni. Hafa vanrækt vopnabúr sín Ráðamenn í Evrópu hafa víða komist að því að skriðdrekarnir í vopnabúrum þeirra virka ekki sem skildi eða skortur sé á varahlutum fyrir skriðdrekana. Þetta er til að mynda vandi Spánverja sem eiga 108 Leopard 2A4 skriðdreka. Þeir eru sagðir þurfa umfangsmikið viðhald áður en hægt sé að senda einhverja þeirra til Úkraínu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra, sagði á föstudaginn að tíu skriðdrekar yrðu sendir til Úkraínu en það mun líklega taka einhverjar vikur eða mánuði. Þetta basl þykir til marks um það að ríki Evrópu hafi um árabil vanrækt vopnabúr sín og herafla. Þau hafa til að mynda átt í erfiðleikum með að senda vopn og skotfæri til Úkraínu. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Viðmælendur NYT í Evrópu segja stöðuna flókna. Meðal annars er vísað til Finna sem voru meðal þeirra sem beittu Þjóðverja miklum þrýstingi. Finnar ætla ekki að senda neinn af sínum um tvö hundruð Leopard 2 skriðdrekum. Yfirvöld þar tilkynntu í síðustu viku að senda ætti þrjá skriðdreka sem byggi á Leopard 2 hönnuninni en eru þróaðir til að hreinsa jarðsprengjur. Ráðamenn í Finnlandi þora ekki að veikja varnir sínar en ríkið deilir löngum landamærum með Rússlandi og er ekki enn meðlimur í Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkin og Bretar gerðu þó nýverið varnarsáttmála við Finna og bundu því margir vonir við að Finnar myndu senda Úkraínumönnum skriðdreka. Yfirvöld í Svíþjóð hafa boðist til að senda „allt að tíu“ skriðdreka en hafa mætt mótspyrnu meðal forsvarsmanna hersins. Embættismenn í Þýskalandi, sem ræddu við NYT, segja þetta stöðuna meðal fleiri norrænna ríkja. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrir framan skriðdreka sænska hersins. Skriðdrekinn til vinstri er af gerðinni Leopard 2.EPA/Andreas Sjoelin Einungis níu ríki ná viðmiðum NATO Bandaríkjamenn hafa um árabil þrýst á ráðamenn í Evrópu um að auka útgjöld þeirra til varnarmála en sá þrýstingur náði nýjum hæðum í forsetatíð Donalds Trumps. Hann hótaði því að draga Bandaríkin úr bandalaginu og hélt því ítrekað fram að ríki NATO skulduðu Bandaríkjunum þessa fjármuni. Viðmið NATO segja að ríki bandalagsins eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Eftir að Rússar hertóku Krímskaga árið 2024 samþykktu forsvarsmenn aðildarríkja að þessu viðmiði yrði náð fyrir 2024. Talið er að einungis níu af þrjátíu aðildarríkjum NATO nái þessum viðmiðum í dag. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, tilkynnti í lok janúar að Pólverjar ætluðu í mikla hernaðaruppbyggingu. Hún felst meðal annars í því að kaupa skriðdreka, herþotur og stórskotaliðsvopn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Pólverjar eru taldir verja um 2,4 prósentum af landsframleiðslu til varnarmála og er búist við því að hlutfallið gæti farið í fjögur prósent á þessu ári. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Spánn Svíþjóð Úkraína Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Pólverjar hafa afhent minnst fjóra Leopard 2 skriðdreka og ætla sér að senda minnst tíu til viðbótar. Þeir eru einnig að senda Úkraínumönnum þrjátíu P-91 skriðdreka, sem eru í raun verulega uppfærðir T-72 skriðdrekar frá tímum Sovétríkjanna. Þá hafa Þjóðverjar heitið því að senda átján Leopard 2skriðdreka og Bretar eru einnig að þjálfa úkraínska hermenn í að nota Challenger 2 skriðdreka. Aðrir bakhjarlar Úkraínu ætla að senda færri skriðdreka af gerðinni Leopard 2. Sjá einnig: Fyrstu Hlébarðarnir komnir til Úkraínu og Selenskí heitir sigri Þar að auki hafa ráðamenn í Evrópu lofað því að senda umtalsverðan fjölda eldri skriðdreka af gerðinni Leopard 1 til Úkraínu. Til dæmis stendur til að senda 88 slíka skriðdreka frá Þýskalandi. Bandaríkjamenn hafa þar að auki heitið því að útvega Úkraínumönnum 31 M1A1 Abrams skriðdreka en það er langt í að þeir verði afhentir. Úkraínumenn eru einnig að fá mikið magn bryndreka frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í síðasta mánuði fyrir hægagang með skriðdrekasendingar. Hann sagði að eftir mikinn þrýsting á Þjóðverja um mánaða skeið skildi hann ekki að margir af þeim sem hefðu þrýst hvað mest á Þjóðverja færu hægt. Í frétt New York Times segir að óljóst sé hvort bakhjörlum Evrópu takist að skrapa saman Leopard 2 skriðdreka fyrir tvö herfylki (e. Battalion) eða alls 62 skriðdreka. Það er þrátt fyrir að áætlað sé að um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar, í mörgum útgáfum, séu í notkun í Evrópu. Skriðdrekinn er sá algengasti í heimsálfunni. Hafa vanrækt vopnabúr sín Ráðamenn í Evrópu hafa víða komist að því að skriðdrekarnir í vopnabúrum þeirra virka ekki sem skildi eða skortur sé á varahlutum fyrir skriðdrekana. Þetta er til að mynda vandi Spánverja sem eiga 108 Leopard 2A4 skriðdreka. Þeir eru sagðir þurfa umfangsmikið viðhald áður en hægt sé að senda einhverja þeirra til Úkraínu. Pedro Sanchez, forsætisráðherra, sagði á föstudaginn að tíu skriðdrekar yrðu sendir til Úkraínu en það mun líklega taka einhverjar vikur eða mánuði. Þetta basl þykir til marks um það að ríki Evrópu hafi um árabil vanrækt vopnabúr sín og herafla. Þau hafa til að mynda átt í erfiðleikum með að senda vopn og skotfæri til Úkraínu. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Viðmælendur NYT í Evrópu segja stöðuna flókna. Meðal annars er vísað til Finna sem voru meðal þeirra sem beittu Þjóðverja miklum þrýstingi. Finnar ætla ekki að senda neinn af sínum um tvö hundruð Leopard 2 skriðdrekum. Yfirvöld þar tilkynntu í síðustu viku að senda ætti þrjá skriðdreka sem byggi á Leopard 2 hönnuninni en eru þróaðir til að hreinsa jarðsprengjur. Ráðamenn í Finnlandi þora ekki að veikja varnir sínar en ríkið deilir löngum landamærum með Rússlandi og er ekki enn meðlimur í Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkin og Bretar gerðu þó nýverið varnarsáttmála við Finna og bundu því margir vonir við að Finnar myndu senda Úkraínumönnum skriðdreka. Yfirvöld í Svíþjóð hafa boðist til að senda „allt að tíu“ skriðdreka en hafa mætt mótspyrnu meðal forsvarsmanna hersins. Embættismenn í Þýskalandi, sem ræddu við NYT, segja þetta stöðuna meðal fleiri norrænna ríkja. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrir framan skriðdreka sænska hersins. Skriðdrekinn til vinstri er af gerðinni Leopard 2.EPA/Andreas Sjoelin Einungis níu ríki ná viðmiðum NATO Bandaríkjamenn hafa um árabil þrýst á ráðamenn í Evrópu um að auka útgjöld þeirra til varnarmála en sá þrýstingur náði nýjum hæðum í forsetatíð Donalds Trumps. Hann hótaði því að draga Bandaríkin úr bandalaginu og hélt því ítrekað fram að ríki NATO skulduðu Bandaríkjunum þessa fjármuni. Viðmið NATO segja að ríki bandalagsins eigi að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Eftir að Rússar hertóku Krímskaga árið 2024 samþykktu forsvarsmenn aðildarríkja að þessu viðmiði yrði náð fyrir 2024. Talið er að einungis níu af þrjátíu aðildarríkjum NATO nái þessum viðmiðum í dag. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, tilkynnti í lok janúar að Pólverjar ætluðu í mikla hernaðaruppbyggingu. Hún felst meðal annars í því að kaupa skriðdreka, herþotur og stórskotaliðsvopn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Pólverjar eru taldir verja um 2,4 prósentum af landsframleiðslu til varnarmála og er búist við því að hlutfallið gæti farið í fjögur prósent á þessu ári.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Spánn Svíþjóð Úkraína Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira