Innlent

Frelsis­sviptu mann, lömdu hann og skildu eftir nakinn við Elliðavatn

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Héraðsaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir að frelsissvipta annan en þeir eru sakaðir um að hafa keyrt með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið.
Héraðsaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir að frelsissvipta annan en þeir eru sakaðir um að hafa keyrt með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið. Vísir/Vilhelm

Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir líkámsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Mönnunum er gert að sök að hafa svipt annan mann frelsi í að minnsta kosti tuttugu og fimm mínútur eftir að hann settist upp aftursæti bifreiðar eins mannanna þann 11. september 2019 við Árbæjarsafn. Mennirnir keyrðu með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið.

Tveir mannanna höfðu falið sig í farangursrými bifreiðarinnar en komu út og settust í aftursæti bílsins þar sem þeir hótuðu að úða piparúða í augu brotaþola. Neyddu þeir hann til að aka með sér að sumarbústað sunnan við Elliðavatn þar sem þeir veittust að honum með ofbeldi, úðuðu piparúða í augu hans og slógu hann með stálröri víðsvegar um líkamann.

Maðurinn var numinn á brott þegar hann settist upp í bíl við Árbæjarsafn.Vísir/Vilhelm

Því næst var brotaþoli neyddur til að afklæðast og fara ofan í Elliðavatn. Mennirnir skildu hann eftir þar, kaldan og blautan auk þess sem hann var með áverka víðsvegar á líkama eftir barsmíðarnar.

Maðurinn krefst rúmlega tveggja milljóna króna auk vaxta í skaðabætur.

Aðalmeðferð málsins er á dagskrá héraðsdóms Reykjavíkur eftir tæpar tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×