Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 3. mars 2023 14:37 Leikarar sýningarinnar frá vinstri: Starkaður Pétursson, Ólafur Ásgeirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Valdimar Guðmundsson. Berglind Rögnvaldsdóttir Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð. Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira