Sprungin löggublaðra Steinbergur Finnbogason skrifar 3. mars 2023 18:00 Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Skoðun Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun