Fótbolti

Nýliðarnir fá sýrlenskan varnarmann frá Svíþjóð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
330153310_1657443591366373_1713507506208461666_n

HK-ingar, nýliðar í Bestu-deild karla í fótbolta, hafa fengið sýrlenska varnarmanninn Ahmad Faqa á láni frá sænska félaginu AIK.

Faqa er uppalinn hjá sænska félaginu AIK, en hann lék á láni bæði með Västerås og Sandvikens á seinasta tímabili.

Faqa er tvítugur Sýrlendingur með tvöfalt ríkisfang, bæði sýrlenskt og sænskt. Hann kemur til liðsins eftir að ljóst var að miðvörðurinn Bruno Soares yrði ekki með liðinu á komandi tímabil.

Alls hefur Faqa leikið 22 leiki í öllum keppnum í sænska boltanum og skorað í þeim eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×