„Veigar Áki steig heldur betur upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 18:31 Veigar Áki [til vinstri] átti góðan leik gegn Keflavík. Vísir/Vilhelm Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því. KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
KR vann lífsnauðsynlegan sigur á Keflavík í 18. umferð Subway-deildar karla. KR þarf hins vegar kraftaverk ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni. Ásamt því að þurfa vinna Stjörnuna, Tindastól, Njarðvík og ÍR þá þarf KR að treysta á að Stjarnan tapi þeim fjórum leikjum sem það á eftir. „Það er mikilvægt að hafa góðan heimakjarna þegar svona er undir og Veigar Áki steig heldur betur upp í fjarveru Þorvalds Orra Árnasonar,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi að þessu sinni, og beindi orðum sínum til KR-ingsins Matthías Orra Sigurðarson. „Alveg magnaður, búinn að vera mjög góður í síðustu 3-4 leikjum eða í raun síðan eftir áramót þannig séð, eins og það hafi losnað aðeins um hann. Virðist líða betur inn á vellinum, áræðnari á körfuna, virðist hafa meiri trú á sjálfum sér, búinn að skjóta boltanum vel og ekki tapa honum mikið heldur. Búinn að laga þessa tvo galla sem maður hefur nefnt áður. Er búinn að vera algjörlega magnaður og KR-ingar geta verið mjög ánægðir með hans frammistöðu síðustu leiki.“ „Frábær varnarlega. Í þessum leik sá maður að Eric Ayala fannst óþægilegt að vera með boltann í höndunm þegar Veigar Áki var að dekka hann,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hreyfanlegur á löppunum, góðan líkamlegan styrk – sérstaklega í efri líkamanum og góðar hendur líka. Kemst vel inn í sendingarlínur og ætti virkilega flottan dag,“ skaut Hörður inn í. Tölfræði Veigars Áka gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Hann velur sér skot rétt, eitthvað sem menn gætu tekið til fyrirmyndar. Þó að hann sé með furðulegt skot þá er það orðið skilvirkara en það var. Það er jákvætt líka, að hann sé að ná framförum þar,“ sagði Sævar áður en Matthías Orri átti síðasta orðið. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Veigar Áki steig heldur betur upp
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira