„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 11:11 Menn velta nú vöngum yfir því hvar hertogahjónin munu sitja og hvaða viðburði þau fá að vera viðstödd. Getty/Andy Stenning Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta. Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira