Traust á fjármálakerfinu ekki komið aftur eftir hrun Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. mars 2023 23:14 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Íslenskur hagfræðiprófessor segir að óróleiki vegna falls tveggja bandaríska banka bendi til þess að traust fólks á fjármálakerfinu sé ekki komið aftur þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá bankahruninu. Fátt bendi þó til þess að bankarnir hafi fallið vegna kerfislægs vanda. Bandarísk yfirvöld ákváðu að ábyrgjast allar innistæður í Silicon Valley Bank og Signature Bank sem fóru í þrot í síðustu viku. Hlutabréf í fjármálastofnunum hefur tekið dýfu um allan heim í kjölfarið. Joe Biden Bandaríkjaforseti reyndi að róa markaði og almenning í dag með því að segja að stjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að tryggja stöðugleika. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir fátt benda til þess kerfislægur vandi hafi orðið bönkunum að falli. Þess í stað hafi þeir veðjað djarft á skuldabréf. Verð þeirra hafi lækkað mjög þegar vextir fóru hækkandi. Einnig hafi slök áhættustýring í kjölfar tilslakana á reglugerð fyrir nokkrum árum hafi átt sinn þátt. „Það er einhver óróleiki en það er svo sem ekki margt sem bendir til þess að þetta sé einhver kerfislægur vandi eða að þetta séu margir bankar sem séu í sambærilegri stöðu,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Önnur fjármálakreppa sé ekki í kortunum þrátt fyrir að óróleiki ríki á mörkuðum. Það taki tíma fyrir rykið að setjast aftur. „Það kannski sýnir okkur að traust á kerfinu er ekki komið aftur þó að það séu komin fimmtán ár frá því að síðasta hrun dundi yfir. Þannig að það er ekkert skrýtið að almenningur og fjárfestar hafi varann á, brenndir af reynslu fyrri ára. Auðvitað eiga menn að hafa varann á því það er nú oft það sem bjargar mönnum frá því að koma sér í vandræði,“ sagði Gylfi. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Bandarísk yfirvöld ákváðu að ábyrgjast allar innistæður í Silicon Valley Bank og Signature Bank sem fóru í þrot í síðustu viku. Hlutabréf í fjármálastofnunum hefur tekið dýfu um allan heim í kjölfarið. Joe Biden Bandaríkjaforseti reyndi að róa markaði og almenning í dag með því að segja að stjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að tryggja stöðugleika. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir fátt benda til þess kerfislægur vandi hafi orðið bönkunum að falli. Þess í stað hafi þeir veðjað djarft á skuldabréf. Verð þeirra hafi lækkað mjög þegar vextir fóru hækkandi. Einnig hafi slök áhættustýring í kjölfar tilslakana á reglugerð fyrir nokkrum árum hafi átt sinn þátt. „Það er einhver óróleiki en það er svo sem ekki margt sem bendir til þess að þetta sé einhver kerfislægur vandi eða að þetta séu margir bankar sem séu í sambærilegri stöðu,“ sagði Gylfi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Önnur fjármálakreppa sé ekki í kortunum þrátt fyrir að óróleiki ríki á mörkuðum. Það taki tíma fyrir rykið að setjast aftur. „Það kannski sýnir okkur að traust á kerfinu er ekki komið aftur þó að það séu komin fimmtán ár frá því að síðasta hrun dundi yfir. Þannig að það er ekkert skrýtið að almenningur og fjárfestar hafi varann á, brenndir af reynslu fyrri ára. Auðvitað eiga menn að hafa varann á því það er nú oft það sem bjargar mönnum frá því að koma sér í vandræði,“ sagði Gylfi.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. 13. mars 2023 18:57
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49