Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 14. mars 2023 11:00 Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun