Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. mars 2023 10:00 Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun