Framtíðin er í okkar höndum! Finnur Ricart Andrason skrifar 24. mars 2023 09:31 Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi og varanleg áhrif á þessa fjarlægu framtíð, en einnig núverandi- og framtíðarkynslóðir. Ósamræmi milli loforða og aðgerða Í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) kemur fram að til að koma í veg fyrir stjórnlausar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum þurfum við sem heimssamfélag að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og það strax. Þetta er samantektarskýrsla og því er ekki um ný skilaboð að ræða, en þrátt fyrir látlausar ítrekanir síðustu ár virðist fremsta loftslagsvísindafólk heims tala fyrir daufum eyrum. Stefnur og aðgerðir stjórnvalda um allan heim eru í algjöru ósamræmi við pólitískar viljayfirlýsingar stjórnvalda. Loforð stjórnvalda um samdrátt í losun myndu nefnilega takmarka hlýnun jarðar við u.þ.b. 1.8 gráðu frá iðnbyltingu á meðan boðaðar aðgerðir í aðgerðaáætlunum þessara sömu stjórnvalda stefna okkur í átt að meira en 2.8 gráðu hlýnun. Munurinn á afleiðingum á fólk og vistkerfi jarðar milli þessara tveggja sviðsmynda er gífurlegur. Sem dæmi mun núverandi aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, skv. framreikningum Umhverfisstofnunar, einungis draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 10% fram til ársins 2040 m.v. losun árið 2005 (blá lína). Samt sem áður er markmið stjórnvalda að ná kolefnishlutleysi á þessum tímapunkti, þ.e. að hafa dregið úr losun tíu sinnum meira en spáð er. Grafið hér að neðan sýnir væntanlegan samdrátt í losun (svört lína) í samanburði við þann samdrátt sem stjórnvöld segjast ætla að ná fyrir árið 2040 (græn lína). Framtíðin er enn í okkar höndum Þrátt fyrir að skýrsla IPCC dragi vissulega upp dökka mynd eru meginskilaboð hennar í raun að framtíðin sé ennþá í okkar höndum. Núna er besti tíminn til að grípa til aðgerða því það ódýrara en að gera það á morgun og það dregur úr líkunum á neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga. Samdráttur upp á hvert tonn af gróðurhúsalofttegundum skiptir máli. Til viðbótar við að spá um hvert stefnir segir skýrslan okkur einnig að allar lausnirnar sem við þurfum á að halda séu til. Sömuleiðis er allt fjármagnið sem við þurfum til að fjárfesta í þessum lausnum til og það er ekki nema brot af vergri framleiðslu heimsins. Það eina sem virðist ekki vera til nóg af er pólitískur vilji, pólitískt þor, pólitískt hugrekki, hvernig sem þið viljið orða það. En af hverju skortir pólitískan vilja í loftslagsmálum? Þegar Almannavarnir sögðu við okkur í Covid faraldrinum „nú stefnum við á að fjöldi fólks láti lífið ef við grípum ekki til róttækra aðgerða strax!“, þá gripu stjórnvöld tafarlaust til allra nauðsynlegra aðgerða. Þríeykið afstýrði samfélaginu frá verstu afleiðingum Covid krísunnar í krafti vísindana, en af hverju eru stjórnvöld ekki að hlusta á tilmæli IPCC sem er samansafn fremsta vísindafólks heims sem vinnur að því að segja okkur hvernig við þurfum að afstýra verstu afleiðingum loftslagskrísunnar? Tækifærin eru til staðar - grípum þau! Sum tala um að umbreytingar af þeirri stærðargráðu sem þörf er á séu pólitískt ómögulegar, en þetta er einfaldlega ekki satt. Það eru endalaus tækifæri sem felast í róttækum og tafarlausum loftslagsaðgerðum, t.d. þegar kemur að bættum loftgæðum, bættri lýðheilsu, og bættum efnahag til lengri tíma, og koma öll þessi tækifæri einnig fram í skýrslum IPCC. Það væri ekkert mál fyrir stjórnmálafólk að draga fram öll þau jákvæðu áhrif sem slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér - er það ekki annars það sem stjórnmálafólk gerir best, að ramma inn aðgerðir sínar á jákvæðan hátt? Nú eru þúsundir færasta vísindafólks heims búið að segja ykkur, kæru stjórnvöld, nákvæmlega hvað þarf að gera. Nú bið ég ykkur um að grípa í taumana áður en þeir renna úr greipum ykkar og ráðast í alvöru róttækar loftslagsaðgerðir strax! Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Loftslagsmál Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur hvernig heimurinn var fyrir 50 þúsund árum. Á þeim tímapunkti lifði mannfólk á svokallaðri ‘fornsteinöld’ sem einkenndist af því að við notuðumst að mestu leyti við verkfæri úr steinum, bjuggum mörg hver í hellum og voru loðfílar einnig á reiki. Reynið nú að ímynda ykkur heiminn 50 þúsund ár í öfuga átt, fram í tímann. Það er nær ómögulegt að ímynda sér hvernig samfélagið okkar eða líf á jörðinni mun líta út þá, enda eru 50 þúsund ár mjög langur tími. Það er þó eitt sem er ljóst, að aðgerðir okkar í loftslagsmálum á næstu árum hafa verulega mótandi og varanleg áhrif á þessa fjarlægu framtíð, en einnig núverandi- og framtíðarkynslóðir. Ósamræmi milli loforða og aðgerða Í nýjustu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) kemur fram að til að koma í veg fyrir stjórnlausar og óafturkræfar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum þurfum við sem heimssamfélag að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og það strax. Þetta er samantektarskýrsla og því er ekki um ný skilaboð að ræða, en þrátt fyrir látlausar ítrekanir síðustu ár virðist fremsta loftslagsvísindafólk heims tala fyrir daufum eyrum. Stefnur og aðgerðir stjórnvalda um allan heim eru í algjöru ósamræmi við pólitískar viljayfirlýsingar stjórnvalda. Loforð stjórnvalda um samdrátt í losun myndu nefnilega takmarka hlýnun jarðar við u.þ.b. 1.8 gráðu frá iðnbyltingu á meðan boðaðar aðgerðir í aðgerðaáætlunum þessara sömu stjórnvalda stefna okkur í átt að meira en 2.8 gráðu hlýnun. Munurinn á afleiðingum á fólk og vistkerfi jarðar milli þessara tveggja sviðsmynda er gífurlegur. Sem dæmi mun núverandi aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, skv. framreikningum Umhverfisstofnunar, einungis draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 10% fram til ársins 2040 m.v. losun árið 2005 (blá lína). Samt sem áður er markmið stjórnvalda að ná kolefnishlutleysi á þessum tímapunkti, þ.e. að hafa dregið úr losun tíu sinnum meira en spáð er. Grafið hér að neðan sýnir væntanlegan samdrátt í losun (svört lína) í samanburði við þann samdrátt sem stjórnvöld segjast ætla að ná fyrir árið 2040 (græn lína). Framtíðin er enn í okkar höndum Þrátt fyrir að skýrsla IPCC dragi vissulega upp dökka mynd eru meginskilaboð hennar í raun að framtíðin sé ennþá í okkar höndum. Núna er besti tíminn til að grípa til aðgerða því það ódýrara en að gera það á morgun og það dregur úr líkunum á neikvæðum afleiðingum loftslagsbreytinga. Samdráttur upp á hvert tonn af gróðurhúsalofttegundum skiptir máli. Til viðbótar við að spá um hvert stefnir segir skýrslan okkur einnig að allar lausnirnar sem við þurfum á að halda séu til. Sömuleiðis er allt fjármagnið sem við þurfum til að fjárfesta í þessum lausnum til og það er ekki nema brot af vergri framleiðslu heimsins. Það eina sem virðist ekki vera til nóg af er pólitískur vilji, pólitískt þor, pólitískt hugrekki, hvernig sem þið viljið orða það. En af hverju skortir pólitískan vilja í loftslagsmálum? Þegar Almannavarnir sögðu við okkur í Covid faraldrinum „nú stefnum við á að fjöldi fólks láti lífið ef við grípum ekki til róttækra aðgerða strax!“, þá gripu stjórnvöld tafarlaust til allra nauðsynlegra aðgerða. Þríeykið afstýrði samfélaginu frá verstu afleiðingum Covid krísunnar í krafti vísindana, en af hverju eru stjórnvöld ekki að hlusta á tilmæli IPCC sem er samansafn fremsta vísindafólks heims sem vinnur að því að segja okkur hvernig við þurfum að afstýra verstu afleiðingum loftslagskrísunnar? Tækifærin eru til staðar - grípum þau! Sum tala um að umbreytingar af þeirri stærðargráðu sem þörf er á séu pólitískt ómögulegar, en þetta er einfaldlega ekki satt. Það eru endalaus tækifæri sem felast í róttækum og tafarlausum loftslagsaðgerðum, t.d. þegar kemur að bættum loftgæðum, bættri lýðheilsu, og bættum efnahag til lengri tíma, og koma öll þessi tækifæri einnig fram í skýrslum IPCC. Það væri ekkert mál fyrir stjórnmálafólk að draga fram öll þau jákvæðu áhrif sem slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér - er það ekki annars það sem stjórnmálafólk gerir best, að ramma inn aðgerðir sínar á jákvæðan hátt? Nú eru þúsundir færasta vísindafólks heims búið að segja ykkur, kæru stjórnvöld, nákvæmlega hvað þarf að gera. Nú bið ég ykkur um að grípa í taumana áður en þeir renna úr greipum ykkar og ráðast í alvöru róttækar loftslagsaðgerðir strax! Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun