Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum Eva Karen Þórðardóttir skrifar 31. mars 2023 07:31 Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun