Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 16. október 2025 17:17 Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun