Gervigreindin, vélþýðingar og sá vandi sem íslenskir nytjaþýðendur standa frammi fyrir Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 2. apríl 2023 20:30 Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Gervigreind Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Gervigreind er mjög vinsæl þessi misserin. Það gleymist að hún er ekki raunveruleg greind, heldur forrituð greind og að vélmennið getur einungis vitað það sem er beinlínis búið að forrita inn í það. Á netinu er til gervigreindar sálfræðingur sem kallast Eliza. Fræg er tilraun sem gerð var þegar fjöldi fólks var fenginn til að spjalla við Elizu sem er tölva og margir fóru að segja henni sín innstu leyndarmál. Eliza virðist reyndar vera góðgjörn. Hún spyr gjarnan: „How are you?“ og ef ég svara: „I am Dead.“ Spyr hún „How does that feel?“. Vélþýðingarforrit og gervigreindin í heild sinni er langt frá því að ráða við jafn flókið fyrirbæri og tungumálið íslenska er. Gervigreindin hefur ekki ímyndunarafl til að ráða við margbreytileika tungumálanna. En af hverju eru þá íslenskir nytjaþýðendur í vanda þegar nytjaþýðingar á alþjóðamarkaðnum eru annars vegar? Nytjaþýðingar yfir á íslensku á hinum alþjóðlega markaði eru í höndum risastórra þýðingarfyrirtækja sem eru ekki með íslenskt starfsfólk og sjá sér engan hag í því að skilja íslensku yfirhöfuð. Samþjöppun fyrirtækja á þýðingamarkaðnum hefur átt sér stað á undanförnum árum. Transperfect Translations í New York sem er önnur risablokkin á Alþjóða þýðingamarkaðnum hefur verið að kaupa upp fyrirtæki og er núna komin með t.d. þýðingar fyrir Netflix á sína könnu auk þýðinga fyrir EMEA – Lyfjastofnun Evrópu og svo ótal margt annað. Hin risablokkin á alþjóðlega þýðingamarkaðnum er RWS sem keypti SDL og nú er svo komið að þessi tvö stórfyrirtæki – Transperfect og RWS gína yfir hinum alþjóðlega þýðingamarkaði. Þessi fyrirtæki stjórna gríðarlegu magni þýðinga af ensku og öðrum tungumálum yfir á íslensku. En þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku, eru ekki með íslenska starfsmenn og líta á íslensku sem örtungumál sem þau rétt svo nenna að fást við. Það, að þessi stórfyrirtæki skilja ekki íslensku og geta ekki greint vandaða þýðingu frá vondri þýðingu skapar ákveðinn vanda. Vandamálið er það, að stórfyrirtækin eru í síauknum mæli farin að krefjast þess að textar séu vélþýddir yfir á íslensku áður en þeir eru þýddir almennilega eða lesnir yfir. Vélþýðingin á að draga úr kostnaði, auka hraða og minnka þá vinnu sem þýðandinn þarf að leggja fram. En er það svo í raun? Flestir vanir mannlegir þýðendur sem fá senda vélþýdda texta, fussa og sveia og verða í raun að frumþýða textana upp á nýtt. Það er jafnvel meiri vinna að þurfa að endurskrifa vélþýddan texta en að fá bara textann á frummálinu og þýða frá grunni. En stórfyrirtækin eru ekkert endilega að fara að viðurkenna það að vélþýðingarnar spari þýðendum ekki vinnu. Margir mennskir nytjaþýðendur á alþjóðamarkaði eru að streitast á móti og neita að taka við vélþýðingum. Það eru þó alltaf einhverjir sem sitja eftir og neyðast til að taka við vélþýddum textum. Með því að nota vélþýðingarnar yfir á íslensku sem afsökun, eru stórfyrirtækin að reyna að lækka taxta nytjaþýðenda um allt að 50%. Markmið stórfyrirtækjanna hefur nefnilega lengi verið að koma íslenskum þýðendum á alþjóðamarkaðnum niður á asíska taxta. Vandamálið er bara það, að það er mun dýrara að lifa á Íslandi en í Asíu og það lifir enginn þýðandi af, sem ætlar að vinna 100% skv. asískum launatöxtum. Engin stéttarfélög standa vörð um hag íslenskra nytjaþýðenda. Þetta er villta vestrið. En hvernig væri þá, ef forseti Íslands, menntamálaráðherra og alþingismenn myndu ræða við þessi stórfyrirtæki sem stjórna alþjóðlega þýðingamarkaðnum í stað þess að vera að setja upp íslenskar vélþýðingar sem gera nytjaþýðendum meira ógagn en gagn? Getum við fengið Transperfect Translations og RWS í lið með okkur við að bera virðingu fyrir okkar tungumáli, íslenskunni? Ætli það sé fræðilegur möguleiki? Eða erum við með því að setja vélþýðingar alltaf meir og meir í stað alvöru þýðinga, að þurrka okkar tungumál endanlega út? Höfundur er M.A. í þýðingafræði.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun