Um gróða dagvöruverslana Andrés Magnússon skrifar 5. apríl 2023 11:31 Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt. Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð. Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki. Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Neytendur Fjármál heimilisins Verslun ASÍ Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt. Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð. Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki. Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun