Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 16:06 Þórdís Kolbrún leggur áherslu á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í NATO í ljósi tíðinda af njósnum rússneskra skipa á norrænu hafsvæði. vísir/vilhelm „Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum. Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur. Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Í heimildaröðinni Skuggastríð sem unnin var af fréttamönnum miðlanna DR, NRK, SVT og Yle er greint frá því að rússneski herinn hafi undanfarið kortlagt vindmyllugarða á sjó, gasleiðslur og sæstrengi á norðurslóðum. Áætlunin er sögð þáttur í undirbúningi Rússa ef til átaka kæmi við Vesturlönd. Greint hefur verið frá því að rússnesk skip hafi kortlagt og ógnað íslenskum sæstreng. Óvissutímar Þórdís Kolbrún segir að eftirlit hafi verið aukið vegna málsins. „Við vitum að þessir kaplar eru mjög krítískir innviðir. En það er mjög mikilvægt að hafa í huga að í Norðursjó er um að ræða kapla sem ekki bara flytja gögn heldur orku, gas og fleira. Þannig það er ákveðinn stigsmunur í því. Það er ástæða fyrir auknu kafbátaeftirliti, allt er það gert til að bæta okkar stöðu vegna hættunnar,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Gæslan telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að rússnesk skip hafi kortlagt sæstrengi landsins. Landhelgisgæslan Í umfjöllun norrænu miðlana er fjallað um möguleg skemmdarverk ýmsum innviðum. Þórdís Kolbrún segir að gögnin sem fram hafi komið veki upp ýmsar spurningar. „Við lifum á óvissutímum og þetta eru ekki góðar fréttir. En ég vil ítreka að það er ekki þannig að við séum í meiri hættu en Norðurlöndin en við erum heldur ekki ónæm fyrir því sem er að gerast. Þess vegna viljum við líka vinna þéttar með okkar samstarfsríkjum, sérstaklega Bandaríkjunum, á grundvelli okkar tvíhliða varnarsamnings.“ Hún segir áherslu lagða á að Íslendingar verði verðugir bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Því fylgi einnig aukinn fælingarmáttur.
Landhelgisgæslan Utanríkismál NATO Rússland Norðurslóðir Hernaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31