Mikilvægt að upplýsa íbúa Bragi Bjarnason skrifar 25. apríl 2023 12:01 Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. Leysum úr vandanum Fulltrúar KPMG lýstu í einföldu máli hvernig fjárhagsstaða sveitarfélagsins hafi tekið skarpa dýfu á fáeinum árum. Þar kom helst fram að aukin skuldsetning og útgjöld í örum íbúavexti hafa sett sveitafélagið í stöðu sem mikilvægt er að bregðast við strax. Verkefnið er erfitt en vel viðráðanlegt enda er Sveitarfélagið Árborg hvorki fyrsta né síðasta sveitarfélagið sem takast þarf á við fjárhagslega endurskipulagningu. Reynsla frá sambærilegum verkefnum og ráðgjöf KPMG nýtist okkur í bæjarstjórn vel. Þá er gott að finna stuðning og skilning íbúa á nauðsyn þess að grípa til ýmissa erfiðra úrræða. Vil ég þakka þeim fjölmörgu sem ég hef átt samtöl við eða fengið skilaboð frá í kjölfar kynningarfundarins. Það er okkur mikilvægt að heyra að íbúar séu umfram allt bjartsýnir og geri sér grein fyrir því að núverandi bæjarstjórn hafi ekki stofnað til þessarar stöðu heldur sé einhuga að leysa úr henni. Raunhæf markmið Sé miðað útfrá forsendum sem við búum við í dag er raunhæft að Árborg verði undir skuldaviðmiði sveitarfélaga strax árið 2028. Öll vinna bæjarstjórnar markast þó af því að ná settum fjárhagslegum markmiðum fyrr. Ég hef fulla trú á að með samstilltu átaki muni það takast enda tækifærin á svæðinu mikil og mörg spennandi verkefni í farvatninu. Við erum að taka saman svör við þeim rúmlega hundrað spurningum sem upp komu á fundinum. Ætlunin er að þau liggi fyrir á heimasíðu Svf. Árborgar fljótlega. Vor í loftinu Það er alltaf ákveðin vorboði þegar bæjarhátíðirnar byrja hver af annarri og nú er „Vori í Árborg“ nýlokið. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt að vanda, hófst með hátíðardagskrá skátafélagsins Fossbúa á sumardaginn fyrsta og hélt svo áfram yfir helgina þar sem henni lauk með 10 ára afmælisveislu Konubókastofu á Eyrarbakka. Vel var staðið að hátíðinni og vil ég þakka öllum sem komu að. Annar vorboði eru úrslitakeppnir í íþróttum, Grýlupottahlaup og vormót hér og þar. Leyfi ég mér að nefna sérstaklega kvennalið Umf. Selfoss í handbolta sem er í úrslitaumspili um úrvalsdeildarsæti en umspilið hefst miðvikudaginn 26.apríl í Set-höllinni á Selfossi. Hvet ég fólk til að mæta og styðja okkar frábæra lið í þeirri keppni. Þá minni ég á stóra plokkdaginn sem verður haldinn 30. apríl nk. Þá geta íbúar fengið glæra plastpoka, gengið um sitt nánasta umhverfi og gert það snyrtilegra. Sveitarfélagið leggur til sérstakar tunnur þar sem íbúar geta losað sig við plastpokana. Nánari upplýsingar má finna á www.arborg.is. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun