Fótbolti

Var­dy bjargaði stigi fyrir Leicester | Aston Villa heldur enn í Evrópu­drauma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jamie Vardy jafnaði metin fyrir Leicester í kvöld.
Jamie Vardy jafnaði metin fyrir Leicester í kvöld. Michael Regan/Getty Images

Jamie Vardy reyndist hetja Leicester er hann bjargaði stigi fyrir liðið gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Aston Villa setur stefnuna á Evrópukeppni á næsta tímabili eftir 1-0 sigur gegn Fulham.

Luis Sinisterra kom Leeds í forystu gegn Leicester á 20. mínútu eftir að Yuri Tielemans hafði skorað mark fyrir gestina sem var dæmt af.

Það var hins vegar hinn 36 ára gamli Jamie Vardy sem reyndist hetja Leicester er hann jafnaði metin fyrir liðið á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður tíu mínútum áður.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og liðin sitja í 16. og 17. sæti deildarinnar, Leeds með 30 stig og Leicester 29.

Þá vann Aston Villa góðan 1-0 sigur gegn Fulham þar sem Tyrone Mings skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Aston Villa situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 54 stig eftir 33 leiki, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti, en liðið hefur þó leikið þremur leikjum meira en Manchester United sem situr í fjórða sæti.

Að lokum vann Wolves 2-0 sigur gegn Crystal Palace þar sem Ruben Neves gulltryggði sigur Úlfanna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Joachim Andersen hafði sett boltann í eigið net um miðjan fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×