Bretar hafna stærsta samruna leikjaiðnaðarins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 11:50 Microsoft yrði langsamlegasta stærsta fyrirtækið á markaðnum ef af yfirtökunni yrði. Stjórnvöld víða hafa áhyggjur. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja. Í umfjöllun New York Times kemur fram að fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hafi verið hugsaður sem sá stærsti í sögunni. Activision Blizzard framleiðir nokkrar arðbærustu tölvuleikjaseríur veraldar líkt og Call of Duty, Diablo, World of Warcraft og Overwatch. Þar segir ennfremur að forsvarsmenn Microsoft hafi ekki náð að lægja áhyggjur breska samkeppniseftirlitsins af áhrifum yfirtökunnar á samkeppnismarkað í tölvuleikjaframleiðslu þar í landi. Áður hafði bandaríska fjármálaeftirlitið ákveðið að höfða mál gegn fyrirtækinu vegna samrunans og forsvarsmenn Evrópusambandsins einnig lýst sig mótfallna honum. „Microsoft nýtur nú þegar mikils forskots fram yfir aðra samkeppnisaðila og þessi samningur myndi auka það forskot til muna og grafa undan nýjum aðilum á markaðnum,“ hefur New York Times eftir Martin Coleman, formanni nefndar á vegum breskra samkeppnisyfirvalda sem skoðaði samrunann. Vísar hann sérstaklega til samkeppnis á streymismarkaði tölvuleikja en æ algengara er að tölvuleikjum sé streymt beint í tölvur, í stað þess að notendur niðurhali leikjum, líkt og um sjónvarpsefni væri að ræða. Framkvæmdastjóri Microsoft, Brad Smith, segist vonsvikinn vegna ákvörðunarinnar. „Sérstaklega eftir langar viðræður við yfirvöld. Þessi ákvörðun byggir á grundvallarmisskilningi um þennan markað og hvernig samkeppni virkar á streymismarkaði.“ Leikjavísir Microsoft Bretland Tengdar fréttir Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. 9. desember 2022 10:01 Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. 16. janúar 2023 14:58 Xbox Game Pass kemur til Íslands Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. 28. febrúar 2023 11:47 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í umfjöllun New York Times kemur fram að fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hafi verið hugsaður sem sá stærsti í sögunni. Activision Blizzard framleiðir nokkrar arðbærustu tölvuleikjaseríur veraldar líkt og Call of Duty, Diablo, World of Warcraft og Overwatch. Þar segir ennfremur að forsvarsmenn Microsoft hafi ekki náð að lægja áhyggjur breska samkeppniseftirlitsins af áhrifum yfirtökunnar á samkeppnismarkað í tölvuleikjaframleiðslu þar í landi. Áður hafði bandaríska fjármálaeftirlitið ákveðið að höfða mál gegn fyrirtækinu vegna samrunans og forsvarsmenn Evrópusambandsins einnig lýst sig mótfallna honum. „Microsoft nýtur nú þegar mikils forskots fram yfir aðra samkeppnisaðila og þessi samningur myndi auka það forskot til muna og grafa undan nýjum aðilum á markaðnum,“ hefur New York Times eftir Martin Coleman, formanni nefndar á vegum breskra samkeppnisyfirvalda sem skoðaði samrunann. Vísar hann sérstaklega til samkeppnis á streymismarkaði tölvuleikja en æ algengara er að tölvuleikjum sé streymt beint í tölvur, í stað þess að notendur niðurhali leikjum, líkt og um sjónvarpsefni væri að ræða. Framkvæmdastjóri Microsoft, Brad Smith, segist vonsvikinn vegna ákvörðunarinnar. „Sérstaklega eftir langar viðræður við yfirvöld. Þessi ákvörðun byggir á grundvallarmisskilningi um þennan markað og hvernig samkeppni virkar á streymismarkaði.“
Leikjavísir Microsoft Bretland Tengdar fréttir Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. 9. desember 2022 10:01 Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. 16. janúar 2023 14:58 Xbox Game Pass kemur til Íslands Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. 28. febrúar 2023 11:47 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. 9. desember 2022 10:01
Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. 16. janúar 2023 14:58
Xbox Game Pass kemur til Íslands Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. 28. febrúar 2023 11:47