Skrefi nær leyndardómi risasvartholsstróka Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 15:13 Mynd GMVA-sjónaukanetsins af risasvartholinu í miðju M87. Innfellda myndin sýnir skugga svartholsins á efnisskífu sem umlykur það og upptök stróks sem stendur frá því. R.-S. Lu (SHAO), E. Ros (MPIfR), S. Dagnello (NRAO/AUI/NSF) Skuggi risasvarthols í nágrannavetrarbraut okkar og kröftugur strókur efns sem stafar frá því sjást í fyrsta skipti saman á einni mynd sem alþjóðlegum hópi stjörnufræðinga tókst að ná. Myndin hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig svarthol þeyta burtu efni í slíkum strókum. Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu. Geimurinn Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Risasvartholið í miðju vetrarbrautarinnar Messier 87 (M87) er það fyrsta sem stjörnufræðingar náðu ljósmynd af árið 2017. Það er eitt þeirra risasvarthola sem sendir frá sér öfluga efnisstróka. Stjarneðlisfræðingar vita ekki með hversu vegna vegna sum risasvarthol hafa slíka stróka en önnur ekki, þar á meðal Saggitarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar okkar. „Við'vitum að strókarnir standa út frá svæðinu í kringum svartholin en við skiljum ekki til fulls ennþá hvernig þetta gerist í raun og veru,“ segir Ru-Sen Lu frá Stjörnufræðiathuganastöðinni í Sjanghæ í Kína. Til þess að skilja strókana betur þurfa vísindamenn að fá sem skýrasta mynd af upptökum þeirra og sem næst svartholinu. Þar til nýlega hafði aðeins tekist að mynda umhverfi svarthols annars vegar og strók hins vegar. Nýja myndin af risasvartholinu í miðju M87 er sú fyrsta sem fangar bæði skugga svartholsins og strók sem stafar frá því. Á henni sést hvernig neðsti hluti stróksins tengist skífu efnis sem glóir þegar það gengur í kringum svartholið. „Þessi nýja mynd fyllir inn í eyðurnar með því að sýna svæðið í kringum svartholið og strókinn á sama tíma,“ segir Jae-Young Kim frá Kyungpook-þjóðarháskólanum í Suður-Kóreu og útvarpsbylgjustofnun Max Planck í Þýskalandi. Messier 87 er risavaxin sporvöluþoka í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Massi risasvartholsins í miðju hennar er á við sex og hálfan milljarð sóla. Á myndinni sést strókur frá risasvartholinu þeysast út úr vetrarbrautinni á nærri því ljóshraða.ESO Mun efnismeiri skífa en sýndist á fyrri mynd Myndin náðist með því að sameina krafta fjórtán útvarpssjónauka víðsvegar um jörðina sem saman mynda svonnefnda GMVA-sjónaukaröð árið 2018. Á meðal sjónaukanna voru Grænlandssjónaukinn í Thule-herstöðinni í norðvestur Grænlandi og ALMA-útvarpssjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Sjónaukanetið gerir vísindamönnunum kleift að sjá meiri smáatriði í nágrenni svartholsins en á fyrri myndum sem teknar hafa verið af því. Eduardo Ros frá útvarpsbylgjustofnun Max Planck segir að til standi að kanna frekar umhverfi svartholsins í M87 á öðrum útvarpsbylgjulengdum til þess að varpa frekara ljósi á strókinn. „Næstu ár verða spennandi þar sem okkur tekst að læra meira um það sem á sér stað í grennd við eitt af dularfyllstu svæðum alheimsins,“ er haft eftir Ros í tilkynningu ESO. Mynd GMVA bendir einnig til þess að efnisskífan í kringum svartholið sé mun stærri en Sjóndeildarsjónaukinn (EHT) nam þegar hann tók mynd af því árið 2017. GMVA nam útvarpsbylgjur á lengri bylgjulengdum en EHT og sá fyrir vikið um helmingi stærri efnisskífu.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira