Réttlæti og jöfnuður Atli Þór Þorvaldsson skrifar 2. maí 2023 07:30 Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Kjaramál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar