Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð Einar E. Einarsson skrifar 3. maí 2023 08:01 Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Skagafjörður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun