Vilja Kópavogsbúar sökkva einu af flaggskipum sínum? Sigurður S. Snorrason skrifar 8. maí 2023 16:00 Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun