Kópavogsbær kippir stoðum undan Náttúrufræðistofu Kópavogs Tómas Grétar Gunnarsson, Kalina Kapralova, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Sölvi Rúnar Vignisson skrifa 8. maí 2023 18:00 Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum. Engin viðfangsefni eru brýnni en að ná tökum á þessum hörmungum. Það vekur því óneitanlega athygli þegar starfsemi farsællar safna-, fræðslu- og rannsóknastofnunar sem starfar einmitt á þessu sviði er lögð niður hjá stóru og vel stæðu sveitarfélagi einhverrar ríkustu þjóðar heims. Þetta er einmitt það sem hæstráðendur hjá Kópavogsbæ hyggjast gera við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem bærinn hefur rekið af myndarskap í langan tíma, en stofan hefði orðið 40 ára á þessu ári. Að reka samhliða safna-, fræðslu- og rannsóknastarfsemi lýsir framsýni og skilningi á viðfangsefninu og hefur verið sveitarfélaginu til mikils sóma. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélög reki safna-, fræðslu- og rannsóknastofnanir en þó má sjá ríkan metnað til þess um land allt. Ákvörðun Kópavogsbæjar virðist helst byggja á samkeppnissjónarmiðum en þar gætir vanmats á eðli starfsemi sem þessarar. Í fyrsta lagi er misskilningur að halda því fram að það gæti samkeppni í þessum geira, heldur er frekar um samvinnu að ræða. Það má heita heppni hjá örþjóð ef við eigum nokkra sérfræðinga í undirstöðufögum, t.d. sérsviðum læknisfræði eða lífríki ferskvatns, svo einhver dæmi séu nefnd. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er einmitt stór hluti íslenskra sérfræðinga í lífríki ferskvatns saman kominn og hefur stundað árangursríkar langtímarannsóknir og vöktun á mikilvægustu ferskvatnsvistkerfum á SV-hluta landsins auk fjölbreyttra annarra rannsókna, sem stofan hefur verið dugleg að afla fjármagns til. Rannsóknir sýna einmitt að langtímavöktun er líklegri til að styðja við stefnumótun og leiða til athyglisverðari uppgötvana en styttri rannsóknir. Til að slíkur ávinningur raungerist þarf stöðugleika. Í öðru lagi er rannsóknarstarf grundvöllur metnaðarfullrar safna- og fræðslustarfsemi og ein meginforsenda þess að söfn geti á hverjum tíma kynnt nýstárlegar uppgötvanir og að þekking sérfræðinga sé uppfærð. Söfn sem ekki eru beintengd við rannsóknir miðla eingöngu niðurstöðum annarra og heilla síður kröfuharða gesti. Rannsóknir sem stundaðar eru fyrir opinbert fé eru eins og vatn. Þær eru almannagæði. Niðurstöður rannsókna eiga að vera aðgengilegar og nauðsynlegt er að þeim sé miðlað á skilvirkan hátt svo að rannsóknir nýtist til að byggja upp styrkari og betri samfélög. Til dæmis er mikilvægt að börn og unglingar sem alast upp á tímum viðsjárverðra breytinga í náttúrunni hafi aðgang að fræðslu og miðlun rannsókna af bestu gerð. Höfum í huga að gestir Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa ekki síst verið skólabörn og safnið hefur á frábæran hátt stutt við náttúrufræðimenntun barna og unglinga í Kópavogi. Eitt af þeim verkefnum sem safnið stóð fyrir var verkefnið Leggjum línurnar en til þess hlaut safnið styrk úr Loftslagssjóði 2021 og vann í framhaldinu með nemendum í 10. bekk í öllum skólum í Kópavogi og náði því til um 400 unglinga með mikilvæga fræðslu um eitt brýnasta málefni samtímans, loftslagsvána. Safna-, fræðslu- og rannsóknarstarf má ekki verða grunnhyggnum markaðs- og samkeppnishugmyndum að bráð heldur eitthvað sem við stöndum vörð um saman til þess að takast á við breytta tíma. Við hörmum þennan viðsnúning í afstöðu Kópavogsbæjar til safna-,fræðslu- og rannsóknarstarfs og teljum að frekar hefði átt að leita leiða til að styrkja rekstrargrunn og mikilvægt rannsóknarstarf Náttúrufræðistofu Kópavogs í staðinn fyrir að vega að því. Þá virðist eiga að fórna því fræðslutóli sem markviss grunnsýning er, fyrir „pop up“ sýningar. Þetta er röng forgangsröðun. Tómas Grétar Gunnarsson, fyrir hönd stjórnar BIODICE, Kalina Kapralova, fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands, Edda Elísabet Magnúsdóttir, fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands og Sölvi Rúnar Vignisson, fyrir hönd stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum. Engin viðfangsefni eru brýnni en að ná tökum á þessum hörmungum. Það vekur því óneitanlega athygli þegar starfsemi farsællar safna-, fræðslu- og rannsóknastofnunar sem starfar einmitt á þessu sviði er lögð niður hjá stóru og vel stæðu sveitarfélagi einhverrar ríkustu þjóðar heims. Þetta er einmitt það sem hæstráðendur hjá Kópavogsbæ hyggjast gera við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem bærinn hefur rekið af myndarskap í langan tíma, en stofan hefði orðið 40 ára á þessu ári. Að reka samhliða safna-, fræðslu- og rannsóknastarfsemi lýsir framsýni og skilningi á viðfangsefninu og hefur verið sveitarfélaginu til mikils sóma. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélög reki safna-, fræðslu- og rannsóknastofnanir en þó má sjá ríkan metnað til þess um land allt. Ákvörðun Kópavogsbæjar virðist helst byggja á samkeppnissjónarmiðum en þar gætir vanmats á eðli starfsemi sem þessarar. Í fyrsta lagi er misskilningur að halda því fram að það gæti samkeppni í þessum geira, heldur er frekar um samvinnu að ræða. Það má heita heppni hjá örþjóð ef við eigum nokkra sérfræðinga í undirstöðufögum, t.d. sérsviðum læknisfræði eða lífríki ferskvatns, svo einhver dæmi séu nefnd. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er einmitt stór hluti íslenskra sérfræðinga í lífríki ferskvatns saman kominn og hefur stundað árangursríkar langtímarannsóknir og vöktun á mikilvægustu ferskvatnsvistkerfum á SV-hluta landsins auk fjölbreyttra annarra rannsókna, sem stofan hefur verið dugleg að afla fjármagns til. Rannsóknir sýna einmitt að langtímavöktun er líklegri til að styðja við stefnumótun og leiða til athyglisverðari uppgötvana en styttri rannsóknir. Til að slíkur ávinningur raungerist þarf stöðugleika. Í öðru lagi er rannsóknarstarf grundvöllur metnaðarfullrar safna- og fræðslustarfsemi og ein meginforsenda þess að söfn geti á hverjum tíma kynnt nýstárlegar uppgötvanir og að þekking sérfræðinga sé uppfærð. Söfn sem ekki eru beintengd við rannsóknir miðla eingöngu niðurstöðum annarra og heilla síður kröfuharða gesti. Rannsóknir sem stundaðar eru fyrir opinbert fé eru eins og vatn. Þær eru almannagæði. Niðurstöður rannsókna eiga að vera aðgengilegar og nauðsynlegt er að þeim sé miðlað á skilvirkan hátt svo að rannsóknir nýtist til að byggja upp styrkari og betri samfélög. Til dæmis er mikilvægt að börn og unglingar sem alast upp á tímum viðsjárverðra breytinga í náttúrunni hafi aðgang að fræðslu og miðlun rannsókna af bestu gerð. Höfum í huga að gestir Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa ekki síst verið skólabörn og safnið hefur á frábæran hátt stutt við náttúrufræðimenntun barna og unglinga í Kópavogi. Eitt af þeim verkefnum sem safnið stóð fyrir var verkefnið Leggjum línurnar en til þess hlaut safnið styrk úr Loftslagssjóði 2021 og vann í framhaldinu með nemendum í 10. bekk í öllum skólum í Kópavogi og náði því til um 400 unglinga með mikilvæga fræðslu um eitt brýnasta málefni samtímans, loftslagsvána. Safna-, fræðslu- og rannsóknarstarf má ekki verða grunnhyggnum markaðs- og samkeppnishugmyndum að bráð heldur eitthvað sem við stöndum vörð um saman til þess að takast á við breytta tíma. Við hörmum þennan viðsnúning í afstöðu Kópavogsbæjar til safna-,fræðslu- og rannsóknarstarfs og teljum að frekar hefði átt að leita leiða til að styrkja rekstrargrunn og mikilvægt rannsóknarstarf Náttúrufræðistofu Kópavogs í staðinn fyrir að vega að því. Þá virðist eiga að fórna því fræðslutóli sem markviss grunnsýning er, fyrir „pop up“ sýningar. Þetta er röng forgangsröðun. Tómas Grétar Gunnarsson, fyrir hönd stjórnar BIODICE, Kalina Kapralova, fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands, Edda Elísabet Magnúsdóttir, fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands og Sölvi Rúnar Vignisson, fyrir hönd stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun