Við getum dúxað í loftslagsmálum Jóna Bjarnadóttir og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifa 14. maí 2023 10:01 Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum öll að við verðum að hætta að brenna bensíni og olíum og knýja heiminn þess í stað áfram með grænni orku. Það er eina leiðin til að snúa við geigvænlegri þróun loftslagsmála. Landsvirkjun hefur þegar náð þeim árangri að vera með eitt lægsta kolefnisspor allra orkufyrirtækja heims en við ætlum samt að gera enn betur. Leiðina fram undan og árangurinn þarf að vera unnt að mæla. Á undanförnum árum höfum við náð sífellt betri tökum á því viðfangsefni og nú er orkufyrirtæki þjóðarinnar leiðandi á heimsvísu í loftslagsmálum, með hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna Carbon Disclosure Project (CDP), sem eru óhagnaðardrifin umhverfissamtök. Réttu verkfærin Við hjá Landsvirkjun höfum starfað með CDP frá 2016. Á þeim tíma hefur okkur lærst sífellt betur hvernig best er að mæla, stýra og upplýsa um þau áhrif sem starfsemi okkar hefur á umhverfið. Upplýsingar eru til alls fyrstar. Ef við ætlum að ráðast að rót vandans verður að vera alveg skýrt hver hann er og hversu stór. Með því að gerast aðili að CDP fékk Landsvirkjun þau verkfæri og þá kvarða í hendur, sem hjálpa okkur daglega í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Okkur liggur beinlínis lífið á að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Við megum hins vegar ekki rasa um ráð fram, heldur verðum við að nýta bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma til að okkur miði örugglega í rétta átt. Aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum eru engin nýlunda fyrir Landsvirkjun, þótt áherslur í þeim málaflokkum verði sífellt þyngri. Orkufyrirtæki þjóðarinnar er treyst fyrir auðlindum vatnsfalla, jarðvarma og vinds og hefur ávallt leitast við að ná sem allra bestu jafnvægi við náttúruna í allri sinni starfsemi og vakta lífríkið með ítarlegum mælingum og rannsóknum. Brösugleg byrjun Fyrsta einkunn okkar hjá CDP árið 2016 var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við fengum C og vorum ekki sátt. C þýddi einfaldlega að við gerðum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem starfsemi Landsvirkjunar hafði á loftslagið og þau áhrif sem loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim höfðu á starfsemina. Við höfðum hins vegar ekki náð fullum tökum á að stýra þeim áhrifum og afleiðingum þeirra. Við töldum þetta reyndar misskilning og ári síðar vönduðum við okkur enn meira við að fylla út öll nauðsynleg skjöl. Aftur fengum við C og það þrátt fyrir að vart væri hægt að finna orkufyrirtæki í heiminum með lægra kolefnisspor. Við gáfumst ekki upp og áttuðum okkur fljótt á því að við yrðum að fara enn dýpra en áður í mælingum og pælingum. Einkunn CDP er brotin upp í 12 þætti og við fórum ítarlega yfir hvern og einn. Þeir ná yfir stjórnarhætti og ábyrgð á loftslagsmálum innan fyrirtækja, hvernig brugðist er við loftslagstengdum áhættum og tækifærum og hvernig þær endurspeglast í viðskiptamódeli fyrirtækisins og samskiptum við hagaðila. Þá ná þeir einnig yfir upplýsingar um losun vegna starfseminnar, markmið og aðgerðir um samdrátt í losun, eftirfylgni og árangur. Ábyrgir starfshættir þegar kemur að loftslagsmálum snúast nefnilega ekki bara um að losa lítið heldur líka hvernig starfsemin styður markvisst við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að sjálfbærri þróun. Við þurftum því að skoða alla virðiskeðju fyrirtækisins, hvað við gerum og hvernig við gerum það. Átta árum síðar státum við af einkunninni A, en aðeins 1,5% þeirra tugþúsunda fyrirtækja sem skila upplýsingum til CDP árlega ná þeim árangri. Einbeiting og ástundun Þegar Landsvirkjun hóf fyrst CDP vegferð sína töldum við okkur standa ágætlega að vígi. Við höfðum gert margt gott, töldum okkur hafa nákvæma yfirsýn yfir starfsemi okkar og áhrif hennar og vorum reiðubúin að halda góðu starfi áfram. CDP færði okkur hins vegar þau verkfæri sem við höfðum ekki áttað okkur á að skorti. Starf okkar er enn markvissara og markmiðin enn skýrari. Við hvetjum önnur íslensk fyrirtæki til að feta sömu slóð. Kannski verður fyrsta einkunnin nálægt falli. En það er eins með einkunnir CDP og þær sem allir þekkja úr skólastarfi: Einbeiting og ástundun tryggir sífellt betri einkunn. Eftir því sem fleiri fyrirtæki setjast á þann skólabekk þeim mun hraðar sækist okkur leiðin til lausna í loftslagsmálum. Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og grænna lausna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Við vitum öll að við verðum að hætta að brenna bensíni og olíum og knýja heiminn þess í stað áfram með grænni orku. Það er eina leiðin til að snúa við geigvænlegri þróun loftslagsmála. Landsvirkjun hefur þegar náð þeim árangri að vera með eitt lægsta kolefnisspor allra orkufyrirtækja heims en við ætlum samt að gera enn betur. Leiðina fram undan og árangurinn þarf að vera unnt að mæla. Á undanförnum árum höfum við náð sífellt betri tökum á því viðfangsefni og nú er orkufyrirtæki þjóðarinnar leiðandi á heimsvísu í loftslagsmálum, með hæstu einkunn alþjóðlegu samtakanna Carbon Disclosure Project (CDP), sem eru óhagnaðardrifin umhverfissamtök. Réttu verkfærin Við hjá Landsvirkjun höfum starfað með CDP frá 2016. Á þeim tíma hefur okkur lærst sífellt betur hvernig best er að mæla, stýra og upplýsa um þau áhrif sem starfsemi okkar hefur á umhverfið. Upplýsingar eru til alls fyrstar. Ef við ætlum að ráðast að rót vandans verður að vera alveg skýrt hver hann er og hversu stór. Með því að gerast aðili að CDP fékk Landsvirkjun þau verkfæri og þá kvarða í hendur, sem hjálpa okkur daglega í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Okkur liggur beinlínis lífið á að snúa við blaðinu í loftslagsmálum. Við megum hins vegar ekki rasa um ráð fram, heldur verðum við að nýta bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma til að okkur miði örugglega í rétta átt. Aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum eru engin nýlunda fyrir Landsvirkjun, þótt áherslur í þeim málaflokkum verði sífellt þyngri. Orkufyrirtæki þjóðarinnar er treyst fyrir auðlindum vatnsfalla, jarðvarma og vinds og hefur ávallt leitast við að ná sem allra bestu jafnvægi við náttúruna í allri sinni starfsemi og vakta lífríkið með ítarlegum mælingum og rannsóknum. Brösugleg byrjun Fyrsta einkunn okkar hjá CDP árið 2016 var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við fengum C og vorum ekki sátt. C þýddi einfaldlega að við gerðum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem starfsemi Landsvirkjunar hafði á loftslagið og þau áhrif sem loftslagsbreytingar og aðgerðir gegn þeim höfðu á starfsemina. Við höfðum hins vegar ekki náð fullum tökum á að stýra þeim áhrifum og afleiðingum þeirra. Við töldum þetta reyndar misskilning og ári síðar vönduðum við okkur enn meira við að fylla út öll nauðsynleg skjöl. Aftur fengum við C og það þrátt fyrir að vart væri hægt að finna orkufyrirtæki í heiminum með lægra kolefnisspor. Við gáfumst ekki upp og áttuðum okkur fljótt á því að við yrðum að fara enn dýpra en áður í mælingum og pælingum. Einkunn CDP er brotin upp í 12 þætti og við fórum ítarlega yfir hvern og einn. Þeir ná yfir stjórnarhætti og ábyrgð á loftslagsmálum innan fyrirtækja, hvernig brugðist er við loftslagstengdum áhættum og tækifærum og hvernig þær endurspeglast í viðskiptamódeli fyrirtækisins og samskiptum við hagaðila. Þá ná þeir einnig yfir upplýsingar um losun vegna starfseminnar, markmið og aðgerðir um samdrátt í losun, eftirfylgni og árangur. Ábyrgir starfshættir þegar kemur að loftslagsmálum snúast nefnilega ekki bara um að losa lítið heldur líka hvernig starfsemin styður markvisst við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og að sjálfbærri þróun. Við þurftum því að skoða alla virðiskeðju fyrirtækisins, hvað við gerum og hvernig við gerum það. Átta árum síðar státum við af einkunninni A, en aðeins 1,5% þeirra tugþúsunda fyrirtækja sem skila upplýsingum til CDP árlega ná þeim árangri. Einbeiting og ástundun Þegar Landsvirkjun hóf fyrst CDP vegferð sína töldum við okkur standa ágætlega að vígi. Við höfðum gert margt gott, töldum okkur hafa nákvæma yfirsýn yfir starfsemi okkar og áhrif hennar og vorum reiðubúin að halda góðu starfi áfram. CDP færði okkur hins vegar þau verkfæri sem við höfðum ekki áttað okkur á að skorti. Starf okkar er enn markvissara og markmiðin enn skýrari. Við hvetjum önnur íslensk fyrirtæki til að feta sömu slóð. Kannski verður fyrsta einkunnin nálægt falli. En það er eins með einkunnir CDP og þær sem allir þekkja úr skólastarfi: Einbeiting og ástundun tryggir sífellt betri einkunn. Eftir því sem fleiri fyrirtæki setjast á þann skólabekk þeim mun hraðar sækist okkur leiðin til lausna í loftslagsmálum. Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín er forstöðumaður Loftslags og grænna lausna.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun