Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:27 Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds í dag. Stu Forster/Getty Images Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira