Leiðtogafundur Evrópuráðsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2023 21:31 Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun