Íbúasamráð um breytt deiliskipulag! Bragi Bjarnason skrifar 17. maí 2023 23:00 Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hver dagur gefur ný tækifæri og alltaf erum við að læra. Oft stjórnast þetta af viðhorfi, ”er glasið hálf tómt eða hálf fullt?" Í mínum huga eflist maður við áskoranir og alltaf opnast einhverjir nýir möguleikar ef við horfum jákvæðum augum á verkefnin. Hjá Sveitarfélaginu Árborg eru alltaf einhver verkefni í gangi og fer ég yfir nokkur þeirra hér að neðan. Spyrjum íbúa álits Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að leita eftir afstöðu íbúa til breytingartillagna á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss áður en það fer til endanlegrar afgreiðslu. Um er að ræða ráðgefandi íbúakönnun sem verður framkvæmd í gegnum vefsvæðið “Betri Árborg” dagana 18. - 25.maí. Íbúar með lögheimili í Árborg, 16 ára og eldri geta tekið þátt og verða allar upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Árborgar ásamt hlekk til að taka þátt í könnuninni. Einnig verður sérstakur kynningarfundur mánudaginn 22.maí kl. 18:00 á Sviðinu í miðbæ Selfoss. Þetta er stórt skref í íbúasamráði og hvet ég áhugasama til að taka þátt í könnuninni. Umhverfismálin ofarlega í huga Það hefur gengið vel hjá íbúum að aðlaga sig að breyttri sorphirðu í sveitarfélaginu en núna í maí hafa verið pantaðar um 700 tvískiptar sorptunnur. Nú er að hefjast kynning á breytingunum og nýjum merkingum íláta við fjölbýlishús ásamt því að kláraðar verða framkvæmdir og aðlögun nýs verklags á gámasvæðinu. Það hafa orðið tafir á endurmerkingum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu en þeim ætti að ljúka í þessum mánuði, sem þýðir að íbúar geta farið með málma, gler og textíl á næstu grenndarstöð. Sveitarfélagið Árborg vinnur nú ásamt öðrum sunnlenskum sveitarfélögum að gerð loftslagsstefnu. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en það felur m.a. í sér að taka saman upplýsingar og setja upp ferla til að sveitarfélögin geti reiknað út sitt kolefnisspor. Þetta verkefni ásamt samstarfi við sjálfbærniverkefnið “Laufið” styður enn frekar við þau skref sem Sveitarfélagið Árborg vill stíga til framtíðar í þessum málaflokki. Fækkun stöðugilda í stjórnsýslunni Í framhaldi af ráðgjöf sem sveitarfélagið hefur notið síðustu mánuði frá KPMG hefur stjórnsýsla sveitarfélagsins verið rýnd í því skyni að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýverið óskuðu sviðsstjóri fjármálasviðs og tveir sérfræðingar á sama sviði eftir því að láta af störfum en með því skapast möguleiki til breytinga. Bæjarstjórn Árborgar hefur tekið ákvörðun um að sameina stjórnsýslu- og fjármálasvið í eitt stoðsvið undir stjórn bæjarritara. Þannig fækkar stöðugildum um tvö og sviðsstjórum sveitarfélagsins um einn. Þetta er til viðbótar öðrum hagræðingaraðgerðum í ráðhúsi Árborgar sem hafa í heildina haft bein áhrif á stöður um 10 starfsmanna. Það má segja að gengið hafi á ýmsu hér í Árborg og verkefnin framundan einkennast bæði af bjartsýni og tækifærum en einnig erfiðum ákvörðunum. Samfélagið okkar er fjölbreytt og skemmtilegt, við eigum nú Norðurlandameistara í júdó, knattspyrnuliðin okkar fara vel af stað inn í sumarið og nýlokið er velheppnuðu kóramóti eldri borgara. Það er því full ástæða til að sjá glasið sem “hálf fullt”. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun