Kennarinn á Sjónarhóli Sólveig Einarsdóttir skrifar 19. maí 2023 08:00 Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Íslensk fræði Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31 Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.
Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31
Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar