Kvennaskólinn lagður niður á 150 ára afmælisárinu? Flores Axel Böðvarsson Terry skrifar 19. maí 2023 09:01 Ásmundur Einar Daðason hefur unnið að góðum málum í síðustu og núverandi ríkisstjórn, komið vel fyrir og lagt mikla áherslu á mál barna. En varðandi komandi breytingar á framhaldsskólakerfinu hafa málin heldur betur farið illa af stað og snúist í höndum ráðuneytis hans, mörgum framhaldsskólum hefur verið komið í opna skjöldu. Mér brá mikið þegar ég las það fyrir skemmstu í fjölmiðlum að til stæði að framkvæma fýsileikakönnun á því að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík, mínum gamla góða skóla! Ég ber virkilega hlýjan hug til skólans og þess einvala liðs starfsmanna og kennara sem starfa þar, ég veit að gömlu skólasystkini mín gera það einnig. En miklar umræður hafa farið af stað milli fyrrum nemenda og virðist umræðurnar yfirleitt enda á þann veg, að það geti ekki verið, að af því verði að skólinn verði lagður niður. Talað er um sameiningu Kvennó og MS í húsnæði gamla Kennaraháskólans, en það getur ekki heitið öðru nafni en að báðir skólarnir verði lagðir niður og nýr skóli stofnaður. Kvennaskólinn á ríka sögu og er samofin kvennréttindabaráttu landsins. Í skólastarfinu er haldið í gamlar hefðir, peysufatadagurinn er löngu orðinn þekktur dagur, þegar nemendur klæða sig upp í þjóðbúninga, læra gamla dansa og söngva áður en þeir sveima svo um bæinn, Epladagurinn, Tjarnardagar og dimission ásamt nýrri hefðum og viðburðum í félagslífinu. Hefðir og stemming er nefnilega ekki svo auðsköpuð, tala nú ekki um þegar viðburðir og hefðir hafa haldist í yfir 100 ár. Þrátt fyrir langa, ríka og merka sögu Kvennaskólans þá er hann samtímis framsækinn og lifandi skóli. Skólinn var annar tveggja skóla sem tók þátt í þróunarverkefni um styttingu framhaldskólastigsinns í þrjú ár, sem framhaldsskólarnir starfa eftir í dag. Skólinn tók þátt í þróun og innleiðingu á nýju rafrænu umsjónarkerfi framhaldsskólanna (Inna). Skólinn er í senn prýddur stoltri sögu ásamt því að vera framsækinn. Skólinn einkennist af góðu andrúmslofti og töluðum við oft um að við værum eins og ein stór fjölskylda, samheldni nemendahópsins er mikil. Kennarar einsetja sér það að kynnast bekkjum og nemendum sínum og veran í skólanum er persónuleg. Mörg dæmi er þess að kennarar hafi sjálfir áður verið nemendur við skólann, jafnvel að börn þeirra hafa svo einnig gengið í skólann sem er vísir að góðri stemningu og viðhorfi í garð skólans. Hefur verið fjallað um andrúmsloftið góða víða t.d. í úttekt og skýrslu sem unnin var fyrir fyrri menntamálaráðherra (2019) þar segir: „Skólabragur í Kvennaskólanum einkennist af umhyggju, virðingu og metnaði. Nemendum líður almennt vel og vel er tekið á móti nýnemum. Mikil áhersla er á öflugt félagslíf nemenda. Skólastjórnendur veita góðan stuðning við félagslíf bæði nemenda og kennara. Stjórn nemendafélagsins leggur áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og vinna að því að uppræta og koma í veg fyrir óæskilega framkomu og venjur“. Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason trónir yfir gestum þegar þeir koma til Alþingis, í ár eru 100 ár frá því að Ingibjörg var kjörin til sætis á Alþingi fyrst íslenskra kvenna. Kvennaskólinn er og hefur lengi verið einn vinsælasti menntaskóli landsins og hefur ásókn í skólann verið að aukast enn frekar. Brotthvarf úr skólanum er og hefur verið innan við 1%, það er vel undir landsmeðaltalinu, en það er um 20% eftir 4 ár frá innritun. Skólinn stendur sig því virkilega vel þar en brottfall úr námi er vont fyrir nemendur og mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Dreifing nemenda eftir hverfum sem sækja skólann er mikil, nemendur sækja skólann úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins og utan að landi. Skólinn er einn af fárra sem enn hafa bekkjarkerfi og er það stór þáttur sem skapar stemmingu. Skólinn hefur skilað frá sér þúsundum góðra nemenda sem sem lifa og starfa í öllum kimum samfélagsins. Gefið hefur verið í skyn að skólinn eigi við einhvern húsnæðisvanda að stríða en svo er ekki. Hefur kennarafélag skólans jafnframt gefið það út að skólinn sé vel rekinn og búi við góðan húsakost. Skólinn er staðsettur í þremur nálægum og fallegum byggingum við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur. Kennt hefur verið í Aðalbyggingunni við Fríkirkjuveg frá 1909 til dagsins í dag án nokkurra vandkvæða og vona ég að svo verði áfram gert! Ljóst er að aðrir skólar standa í húsnæðisvandræðum, en fráleitt og sorglegt þætti mér að fórna Kvennaskólanum til að reyna að leysa skammtíma vanda annarra skóla. Svo ég vitni í ágætis grein Gylfa Magnússonar „Raunar væri það menningarsögulegt stórslys ef Kvennaskólinn yrði lagður niður til að búa til nýjan framhaldsskóla á öðrum stað í bænum“. Breytingar eru að verða á framhaldskólastiginu og er ég er ánægður að sjá eflingu iðn og verkgreina. En í allri umræðu sem hefur farið fram um breytingu framhaldskólastigsinns í þessari atrennu, þá hefur verið komið aftan að skólunum átta sem um ræðir og stjórnendum þeirra. Það hefur ekki gengið sem skyldi að koma af stað farsælli vegferð á breytingum framhaldskólastigsinns. Nauðsynlegt er að láta rykið falla til jarðar, ígrunda málin vel hvernig farið verði af stað í þá vegferð. Það þarf að gerast í samráði við framhaldsskólastigið og út frá uppbyggilegum forsendum. Þær stöllurnar Þóra Melsteð og Ingibjörg H. Bjarnason snéru sér ábyggilega við í gröfinni ef skólinn yrði lagður niður, og hvað þá á 150 ára afmælisárinu! Ég get trúað því að Ingibjörg gefi Ásmundi illt auga þessa dagana hvert sinn sem hann gengur hjá henni á leið í þingið, nema þá að hann sé farinn að ganga bakdyramegin inn í þinghúsið. Höfundur er starfandi arkitektanemi og fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason hefur unnið að góðum málum í síðustu og núverandi ríkisstjórn, komið vel fyrir og lagt mikla áherslu á mál barna. En varðandi komandi breytingar á framhaldsskólakerfinu hafa málin heldur betur farið illa af stað og snúist í höndum ráðuneytis hans, mörgum framhaldsskólum hefur verið komið í opna skjöldu. Mér brá mikið þegar ég las það fyrir skemmstu í fjölmiðlum að til stæði að framkvæma fýsileikakönnun á því að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík, mínum gamla góða skóla! Ég ber virkilega hlýjan hug til skólans og þess einvala liðs starfsmanna og kennara sem starfa þar, ég veit að gömlu skólasystkini mín gera það einnig. En miklar umræður hafa farið af stað milli fyrrum nemenda og virðist umræðurnar yfirleitt enda á þann veg, að það geti ekki verið, að af því verði að skólinn verði lagður niður. Talað er um sameiningu Kvennó og MS í húsnæði gamla Kennaraháskólans, en það getur ekki heitið öðru nafni en að báðir skólarnir verði lagðir niður og nýr skóli stofnaður. Kvennaskólinn á ríka sögu og er samofin kvennréttindabaráttu landsins. Í skólastarfinu er haldið í gamlar hefðir, peysufatadagurinn er löngu orðinn þekktur dagur, þegar nemendur klæða sig upp í þjóðbúninga, læra gamla dansa og söngva áður en þeir sveima svo um bæinn, Epladagurinn, Tjarnardagar og dimission ásamt nýrri hefðum og viðburðum í félagslífinu. Hefðir og stemming er nefnilega ekki svo auðsköpuð, tala nú ekki um þegar viðburðir og hefðir hafa haldist í yfir 100 ár. Þrátt fyrir langa, ríka og merka sögu Kvennaskólans þá er hann samtímis framsækinn og lifandi skóli. Skólinn var annar tveggja skóla sem tók þátt í þróunarverkefni um styttingu framhaldskólastigsinns í þrjú ár, sem framhaldsskólarnir starfa eftir í dag. Skólinn tók þátt í þróun og innleiðingu á nýju rafrænu umsjónarkerfi framhaldsskólanna (Inna). Skólinn er í senn prýddur stoltri sögu ásamt því að vera framsækinn. Skólinn einkennist af góðu andrúmslofti og töluðum við oft um að við værum eins og ein stór fjölskylda, samheldni nemendahópsins er mikil. Kennarar einsetja sér það að kynnast bekkjum og nemendum sínum og veran í skólanum er persónuleg. Mörg dæmi er þess að kennarar hafi sjálfir áður verið nemendur við skólann, jafnvel að börn þeirra hafa svo einnig gengið í skólann sem er vísir að góðri stemningu og viðhorfi í garð skólans. Hefur verið fjallað um andrúmsloftið góða víða t.d. í úttekt og skýrslu sem unnin var fyrir fyrri menntamálaráðherra (2019) þar segir: „Skólabragur í Kvennaskólanum einkennist af umhyggju, virðingu og metnaði. Nemendum líður almennt vel og vel er tekið á móti nýnemum. Mikil áhersla er á öflugt félagslíf nemenda. Skólastjórnendur veita góðan stuðning við félagslíf bæði nemenda og kennara. Stjórn nemendafélagsins leggur áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og vinna að því að uppræta og koma í veg fyrir óæskilega framkomu og venjur“. Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason trónir yfir gestum þegar þeir koma til Alþingis, í ár eru 100 ár frá því að Ingibjörg var kjörin til sætis á Alþingi fyrst íslenskra kvenna. Kvennaskólinn er og hefur lengi verið einn vinsælasti menntaskóli landsins og hefur ásókn í skólann verið að aukast enn frekar. Brotthvarf úr skólanum er og hefur verið innan við 1%, það er vel undir landsmeðaltalinu, en það er um 20% eftir 4 ár frá innritun. Skólinn stendur sig því virkilega vel þar en brottfall úr námi er vont fyrir nemendur og mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Dreifing nemenda eftir hverfum sem sækja skólann er mikil, nemendur sækja skólann úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins og utan að landi. Skólinn er einn af fárra sem enn hafa bekkjarkerfi og er það stór þáttur sem skapar stemmingu. Skólinn hefur skilað frá sér þúsundum góðra nemenda sem sem lifa og starfa í öllum kimum samfélagsins. Gefið hefur verið í skyn að skólinn eigi við einhvern húsnæðisvanda að stríða en svo er ekki. Hefur kennarafélag skólans jafnframt gefið það út að skólinn sé vel rekinn og búi við góðan húsakost. Skólinn er staðsettur í þremur nálægum og fallegum byggingum við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur. Kennt hefur verið í Aðalbyggingunni við Fríkirkjuveg frá 1909 til dagsins í dag án nokkurra vandkvæða og vona ég að svo verði áfram gert! Ljóst er að aðrir skólar standa í húsnæðisvandræðum, en fráleitt og sorglegt þætti mér að fórna Kvennaskólanum til að reyna að leysa skammtíma vanda annarra skóla. Svo ég vitni í ágætis grein Gylfa Magnússonar „Raunar væri það menningarsögulegt stórslys ef Kvennaskólinn yrði lagður niður til að búa til nýjan framhaldsskóla á öðrum stað í bænum“. Breytingar eru að verða á framhaldskólastiginu og er ég er ánægður að sjá eflingu iðn og verkgreina. En í allri umræðu sem hefur farið fram um breytingu framhaldskólastigsinns í þessari atrennu, þá hefur verið komið aftan að skólunum átta sem um ræðir og stjórnendum þeirra. Það hefur ekki gengið sem skyldi að koma af stað farsælli vegferð á breytingum framhaldskólastigsinns. Nauðsynlegt er að láta rykið falla til jarðar, ígrunda málin vel hvernig farið verði af stað í þá vegferð. Það þarf að gerast í samráði við framhaldsskólastigið og út frá uppbyggilegum forsendum. Þær stöllurnar Þóra Melsteð og Ingibjörg H. Bjarnason snéru sér ábyggilega við í gröfinni ef skólinn yrði lagður niður, og hvað þá á 150 ára afmælisárinu! Ég get trúað því að Ingibjörg gefi Ásmundi illt auga þessa dagana hvert sinn sem hann gengur hjá henni á leið í þingið, nema þá að hann sé farinn að ganga bakdyramegin inn í þinghúsið. Höfundur er starfandi arkitektanemi og fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar