Aflvaki í skapandi greinum Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Erla Rún Guðmundsdóttir skrifa 19. maí 2023 11:00 Aflvaki merkir kraftur sem örvar menn til dáða. Þann 10. maí 2023 sendi Hagstofa Íslands frá sér nýja og uppfærða menningarvísaog upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega örvandi fyrir atvinnuveg sem var fyrst skilgreindur í kortlagningu á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi árið 2011. Þar má sjá að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum og rúmlega 5.000 rekstraraðilar með einhverja starfsemi. Rekstrartekjur voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og þær tölur ná yfir allar þær rekstrartekjur sem rekstraraðili tiltekur í skattaframtali, þ.m.t. útflutningstekjur og hvers kyns styrki. Þannig aukast rekstrartekjur í geiranum um 2,9% frá árinum 2012, en um 40,3% ef fjölmiðlar og prentun er fráskilið. Í þeim tveimur greinum er mikill samdráttur samkvæmt tölunum. Kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn er stærstur í rekstrartekjum en sveiflukenndur. Mikill vöxtur er í hönnun og arkitektúr þar sem rekstrartekjur hafa tvöfaldast á tíu árum. Sviðslistir dragast saman þegar bornar eru saman tölur frá 2012 og 2021 en aukast ef horft er til 2012-2019, áður en heimsfaraldur skall á. Tölurnar sýna einmitt líka hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á ólíkar greinar því milli 2019 og 2020 jukust rekstrartekjur í fjórum þeirra, mest í tölvuleikjageiranum um tæp 50%. Á sama tíma hröpuðu rekstrartekjur í tónlist um tæp 45%. Frá 2020 til 2021 jukust þær líka mest í tónlist en höfðu þó ekki náð fyrri hæðum. Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum, Hagstofa Íslands Hvað vantar? Það er virkilegt gleðiefni að menningarvísar séu uppfærðir núna með reglulegum hætti. Talnaefnið sem þarna liggur að baki eru forsenda þess að hægt sé að rýna stefnur og stoðkerfi sem hafa þróast verulega á undanförnum 25 árum og um leið efla innviði þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir. Hins vegar er ljóst að verulega vantar upp á til að talnaefnið segi alla söguna. Til að mynda er ekki hægt að sjá greiningu á útflutningstekjum í menningu og skapandi greinum, hvorki sem hluta af rekstrartekjum né í öðru talnaefni Hagstofunnar um utanríkisverslun. Með betri upplýsingum eða mælaborði sem sýnir hvernig sú kaka skiptist mætti t.d. skoða hvort áhersluverkefni Íslandsstofu séu liður í vaxtarsprota í þeim efnum? Jafnframt er vitað að í tölum um starfandi eftir skapandi greinum vantar stóran hluta sjálfstætt starfandi. Það verður að teljast afar líklegt að sá hópur sé einmitt sérstaklega stór í menningu og skapandi greinum, og því ákjósanlegt að leita leiða til að ná þeim inn í tölurnar. Auk þess er erfitt er að átta sig á hversu vel sjálfstætt starfandi og minni fyrirtæki skrá ÍSAT númer sem er atvinnugreinaflokkunin sem allt byggir á. Þá er í menningarvísum er ekki hægt að skoða skiptingu eftir landshlutum. Það væri verðugt verkefni að vinna að slíku niðurbroti á tölum þannig að hægt sé að meta menningarstefnu og aðgerðaráætlanir sem gerðar eru reglulega fyrir hvern landshluta. Hér er aðeins fátt eitt nefnt og mikilvæg verkefni framundan við að rýna hvað má bæta og hvernig má þróa menningarvísana enn frekar. Rannsóknasetur skapandi greina Í ágúst 2021 kynnti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaráætlun undir einkunnarorðinu Skapandi Ísland. Í þeirri aðgerðaráætlun var Háskólanum á Bifröst falið að leiða undirbúning að stofnun skapandi greina í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Það glittir nú í að setrið líti dagsins ljós. Það verður meðal annars hlutverk slíks seturs að eiga að góðu samtali og samstarfi við Hagstofu Íslands um hvernig megi áfram þróa og bæta þau talnasöfn sem nú er unnið með. Við sem höfum staðið að undirbúningi að stofnun setursins fögnum því að sá tími sé runninn upp að hægt verði að finna því þarfa samtali ákveðinn farveg og um leið efla til dáða þá sem hafa áhuga á rannsóknum á sviði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður undirbúningsstjórnar um stofnun Rannsóknaseturs skapani greinaErla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur í menningartölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Stjórnsýsla Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aflvaki merkir kraftur sem örvar menn til dáða. Þann 10. maí 2023 sendi Hagstofa Íslands frá sér nýja og uppfærða menningarvísaog upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega örvandi fyrir atvinnuveg sem var fyrst skilgreindur í kortlagningu á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi árið 2011. Þar má sjá að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum og rúmlega 5.000 rekstraraðilar með einhverja starfsemi. Rekstrartekjur voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og þær tölur ná yfir allar þær rekstrartekjur sem rekstraraðili tiltekur í skattaframtali, þ.m.t. útflutningstekjur og hvers kyns styrki. Þannig aukast rekstrartekjur í geiranum um 2,9% frá árinum 2012, en um 40,3% ef fjölmiðlar og prentun er fráskilið. Í þeim tveimur greinum er mikill samdráttur samkvæmt tölunum. Kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn er stærstur í rekstrartekjum en sveiflukenndur. Mikill vöxtur er í hönnun og arkitektúr þar sem rekstrartekjur hafa tvöfaldast á tíu árum. Sviðslistir dragast saman þegar bornar eru saman tölur frá 2012 og 2021 en aukast ef horft er til 2012-2019, áður en heimsfaraldur skall á. Tölurnar sýna einmitt líka hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á ólíkar greinar því milli 2019 og 2020 jukust rekstrartekjur í fjórum þeirra, mest í tölvuleikjageiranum um tæp 50%. Á sama tíma hröpuðu rekstrartekjur í tónlist um tæp 45%. Frá 2020 til 2021 jukust þær líka mest í tónlist en höfðu þó ekki náð fyrri hæðum. Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum, Hagstofa Íslands Hvað vantar? Það er virkilegt gleðiefni að menningarvísar séu uppfærðir núna með reglulegum hætti. Talnaefnið sem þarna liggur að baki eru forsenda þess að hægt sé að rýna stefnur og stoðkerfi sem hafa þróast verulega á undanförnum 25 árum og um leið efla innviði þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir. Hins vegar er ljóst að verulega vantar upp á til að talnaefnið segi alla söguna. Til að mynda er ekki hægt að sjá greiningu á útflutningstekjum í menningu og skapandi greinum, hvorki sem hluta af rekstrartekjum né í öðru talnaefni Hagstofunnar um utanríkisverslun. Með betri upplýsingum eða mælaborði sem sýnir hvernig sú kaka skiptist mætti t.d. skoða hvort áhersluverkefni Íslandsstofu séu liður í vaxtarsprota í þeim efnum? Jafnframt er vitað að í tölum um starfandi eftir skapandi greinum vantar stóran hluta sjálfstætt starfandi. Það verður að teljast afar líklegt að sá hópur sé einmitt sérstaklega stór í menningu og skapandi greinum, og því ákjósanlegt að leita leiða til að ná þeim inn í tölurnar. Auk þess er erfitt er að átta sig á hversu vel sjálfstætt starfandi og minni fyrirtæki skrá ÍSAT númer sem er atvinnugreinaflokkunin sem allt byggir á. Þá er í menningarvísum er ekki hægt að skoða skiptingu eftir landshlutum. Það væri verðugt verkefni að vinna að slíku niðurbroti á tölum þannig að hægt sé að meta menningarstefnu og aðgerðaráætlanir sem gerðar eru reglulega fyrir hvern landshluta. Hér er aðeins fátt eitt nefnt og mikilvæg verkefni framundan við að rýna hvað má bæta og hvernig má þróa menningarvísana enn frekar. Rannsóknasetur skapandi greina Í ágúst 2021 kynnti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaráætlun undir einkunnarorðinu Skapandi Ísland. Í þeirri aðgerðaráætlun var Háskólanum á Bifröst falið að leiða undirbúning að stofnun skapandi greina í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Það glittir nú í að setrið líti dagsins ljós. Það verður meðal annars hlutverk slíks seturs að eiga að góðu samtali og samstarfi við Hagstofu Íslands um hvernig megi áfram þróa og bæta þau talnasöfn sem nú er unnið með. Við sem höfum staðið að undirbúningi að stofnun setursins fögnum því að sá tími sé runninn upp að hægt verði að finna því þarfa samtali ákveðinn farveg og um leið efla til dáða þá sem hafa áhuga á rannsóknum á sviði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður undirbúningsstjórnar um stofnun Rannsóknaseturs skapani greinaErla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur í menningartölfræði
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun