Frábært mark Casemiro kemur United í lykilstöðu Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 15:55 Casemiro skorar hér eina mark leiksins í dag. Vísir/Getty Manchester United steig stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili þegar liðið vann 1-0 sigur á útivelli gegn Bournemouth í dag. Eina mark United í dag kom snemma leiks. Það skoraði miðjumaðurinn Casemiro þegar hann kláraði frábærlega eftir að varnarmaður Bournemouth hafði hreinsað boltann upp í loftið. Bournemouth fékk hálffæri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Staðan í hálfleik 1-0. David De Gea bjargaði hins vegar frábærlega á 84. mínútu þegar Kieffer Moore komst í gegn. De Gea greip vel inn í þegar á þurfti að halda í dag og náði að halda hreinu í enn eitt skiptið. United var með ágæt tök á leiknum og gerðu það sem þurfti til að vinna. Lokatölur í dag 1-0 en mark Roberto Firmino á lokamínútum leiks Liverpool og Aston Villa á Anfield kemur líklega í veg fyrir að United er öruggt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Liðið er nú með þriggja stiga forskot á Liverpool og á leik til góða. United á eftir leiki gegn Chelsea og Fulham en Liverpool á einn leik eftir gegn fallliði Southampton. Enski boltinn
Manchester United steig stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili þegar liðið vann 1-0 sigur á útivelli gegn Bournemouth í dag. Eina mark United í dag kom snemma leiks. Það skoraði miðjumaðurinn Casemiro þegar hann kláraði frábærlega eftir að varnarmaður Bournemouth hafði hreinsað boltann upp í loftið. Bournemouth fékk hálffæri í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora. Staðan í hálfleik 1-0. David De Gea bjargaði hins vegar frábærlega á 84. mínútu þegar Kieffer Moore komst í gegn. De Gea greip vel inn í þegar á þurfti að halda í dag og náði að halda hreinu í enn eitt skiptið. United var með ágæt tök á leiknum og gerðu það sem þurfti til að vinna. Lokatölur í dag 1-0 en mark Roberto Firmino á lokamínútum leiks Liverpool og Aston Villa á Anfield kemur líklega í veg fyrir að United er öruggt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Liðið er nú með þriggja stiga forskot á Liverpool og á leik til góða. United á eftir leiki gegn Chelsea og Fulham en Liverpool á einn leik eftir gegn fallliði Southampton.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti