Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 14:10 Sighvatur GK-57 er í eigu Vísis hf. og gerður út frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september. Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september.
Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32
Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38