Svandís í hvalnum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. maí 2023 11:30 Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Hvalveiðar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Maður myndi ætla að ekki þyrfti frekari rök fyrir ráðamenn til að grípa inn í veiðarnar og gildir þá einu hvort menn séu almennt fylgjandi eða mótfallnir hvalveiðum. Matvælaráðherra er að vísu ekki þeirrar skoðunar, að minnsta kosti ef marka má framgöngu hennar á opnum fundi Atvinnuveganefndar Alþingis. Í máli hennar kom fram að hún hyggst afla frekari gagna og mun láta þann feril sem málið er í ganga til enda. Mikil pólitík þar. Ráðherra hefur ekki lagt fram neitt mál fyrir þingið sem snýr að því að auðvelda inngrip ráðherra í veiðarnar eða boðað útgáfu á reglugerð með það að markmiði að treysta umgjörð veiðanna. Á sama tíma hefur hún lagt fram nokkur frumvörp sem snúa að því að þrengja að strandveiðum og stöðva vistvænar veiðar ef veitt er fram úr naumt skömmtuðum potti ráðherra. Flótti Svandísar Svavarsdóttur frá bæði stefnuskrá VG og dýraverndarsjónarmiðum, virðist ganga út á að flækja málið og gripið er til undarlegra ráða t.d. með galinni umræðu um að rannsaka eigir frekar jákvæð loftslagsáhrif hvala. Hvaða líffræðingur sem er sér það í hendi sér að dýr sem anda frá sér koltvísýringi er ekki að fara að binda kolefni, enda aðeins lítill hluti af kolefni úr fæðu hvala sem nýtist til vaxtar. Málið er einfalt. Málið snýst um dýravelferð og því ætti matvælaráðherra að nýta þær heimildir sem hún hefur samkvæmt lögum um hvalveiðar til þess að a.m.k. bæta umgjörð veiðanna t.d. hvað varðar veður og sjólag þegar veiðar fara fram og þjálfun sjómanna, auk fleiri þátta sem tryggja lágmarks viðmið um dýravelferð. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar