Þegar Geiri fer í fríið Sigurjón Þórðarson skrifar 24. maí 2023 14:01 Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar