Evrópumet í vaxtahækkunum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. maí 2023 16:31 Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá. Tugþúsundir Íslendinga finna nú fyrir því að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað upp úr öllu valdi og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðisláns hækkar þrátt fyrir að skilvíslega sé borgað af láninu mánaðarlega. Og enn aðrir hafa áhyggjur af því hvernig stálpuð börn þeirra eigi að geta eignast íbúð, hvort þau munu komast inn á húsnæðismarkaðinn. Og þegar hinn jákvæði og létti tónlistarmaður Jón Ólafsson er opinberlega farinn að kalla eftir kosningum má ljóst vera að staðan er ekki góð. Á liðnum dögum hækkuðu stýrivextir um 1,25%. Það var hraustleg hækkun og sú þrettánda í röð. Þessi vaxtahækkun kemur hart niður á heimilum, ekki síst yngra fólki og barnafjölskyldum. Á þessu ári munu svo enn fleiri heimili bætast í hópinn sem finna fyrir vaxtahækkunum þegar 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta óverðtryggðra lána. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi? Vextir á húsnæðislánum eru mun hærri hérlendis en í löndunum í kringum okkur, enda staðreynd að á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og ytra. Það hefur með veruleika hins sér íslenska gjaldmiðils að gera. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Ríkisstjórnin talar núna um að verðbólga sé stærsti óvinur almennings en viðbrögðin gegn verðbólgunni eru þrátt fyrir það lítil sem engin. Ríkisstjórnin fór raunar þá leið að hella frekar bensíni á bálið með því að hækka öll gjöld um áramótin sem jók verðbólgu og um leið útgjöld heimila og fyrirtækja. Það er mikilvægt að bregðast við þessu verðbólguástandi til skemmri tíma. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur og að farið yrði í að greiða niður skuldir á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur til að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslur barnabóta. Þeim tillögum var hafnað. Enn eitt rauða flaggið er hverjar afleiðingar stöðugra vaxtahækkana verða en byggingabransinn er á leið í frost. Eftirspurnin er horfin því fyrstu kaupendur geta ekki keypt. Næstu árgangar komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Ungu fólki er í dag ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað. Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að almenni markaðurinn leysir vandamálin ekki einn og sér. Það þarf félagslegt kerfi af hálfu sem tekur á þeirri þörf sem bætist við á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda en á ekki að vera málaflokkur átaksverkefna. Staðan að þyngjast Stóra myndin er þessi. Við heyrum á fólki að staðan er tekin að þyngjast og við vitum um leið að afleiðingar af verðbólgu og vaxtahækkunum eru ójafnar. Þar þarf að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Við vitum að verðbólgan bitnar alltaf harðast á þeim sem minnst eiga fyrir og að vaxtahækkanir bitna harðast á ungu fólki og barnafjölskyldum. Það er vel hægt að kæla verðbólgu með aðgerðum stjórnvalda, en ríkisstjórnin hefur af óskiljanlegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þessu mikilvæga verkefni. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að vakna og taka þátt í því með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu og lækka með því reikninga í heimilisbókhaldi fólks. Og búa þannig um hnútana að fleiri en ungir erfingjar eigi möguleika á húsnæðismarkaði. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu efnahagsmála og óskandi að þar birtist einhver sýn hjá ríkisstjórninni um næstu skref, í stað þess að tala í þátíð um góða stöðu heimila. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta hliðin á starfi stjórnmálamannsins er að hitta fólk og hlusta á það sem það hefur að segja. Fyrir um ári síðan heyrði ég sögu margra sem lýstu stöðu sinni á húsnæðismarkaði. Áhyggjur þessa fólks hafa bara vaxið síðan þá. Tugþúsundir Íslendinga finna nú fyrir því að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað upp úr öllu valdi og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðisláns hækkar þrátt fyrir að skilvíslega sé borgað af láninu mánaðarlega. Og enn aðrir hafa áhyggjur af því hvernig stálpuð börn þeirra eigi að geta eignast íbúð, hvort þau munu komast inn á húsnæðismarkaðinn. Og þegar hinn jákvæði og létti tónlistarmaður Jón Ólafsson er opinberlega farinn að kalla eftir kosningum má ljóst vera að staðan er ekki góð. Á liðnum dögum hækkuðu stýrivextir um 1,25%. Það var hraustleg hækkun og sú þrettánda í röð. Þessi vaxtahækkun kemur hart niður á heimilum, ekki síst yngra fólki og barnafjölskyldum. Á þessu ári munu svo enn fleiri heimili bætast í hópinn sem finna fyrir vaxtahækkunum þegar 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta óverðtryggðra lána. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi? Vextir á húsnæðislánum eru mun hærri hérlendis en í löndunum í kringum okkur, enda staðreynd að á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og ytra. Það hefur með veruleika hins sér íslenska gjaldmiðils að gera. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Ríkisstjórnin talar núna um að verðbólga sé stærsti óvinur almennings en viðbrögðin gegn verðbólgunni eru þrátt fyrir það lítil sem engin. Ríkisstjórnin fór raunar þá leið að hella frekar bensíni á bálið með því að hækka öll gjöld um áramótin sem jók verðbólgu og um leið útgjöld heimila og fyrirtækja. Það er mikilvægt að bregðast við þessu verðbólguástandi til skemmri tíma. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur og að farið yrði í að greiða niður skuldir á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur til að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslur barnabóta. Þeim tillögum var hafnað. Enn eitt rauða flaggið er hverjar afleiðingar stöðugra vaxtahækkana verða en byggingabransinn er á leið í frost. Eftirspurnin er horfin því fyrstu kaupendur geta ekki keypt. Næstu árgangar komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn. Ungu fólki er í dag ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað. Það er alltaf að verða skýrara og skýrara að almenni markaðurinn leysir vandamálin ekki einn og sér. Það þarf félagslegt kerfi af hálfu sem tekur á þeirri þörf sem bætist við á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda en á ekki að vera málaflokkur átaksverkefna. Staðan að þyngjast Stóra myndin er þessi. Við heyrum á fólki að staðan er tekin að þyngjast og við vitum um leið að afleiðingar af verðbólgu og vaxtahækkunum eru ójafnar. Þar þarf að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Við vitum að verðbólgan bitnar alltaf harðast á þeim sem minnst eiga fyrir og að vaxtahækkanir bitna harðast á ungu fólki og barnafjölskyldum. Það er vel hægt að kæla verðbólgu með aðgerðum stjórnvalda, en ríkisstjórnin hefur af óskiljanlegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þessu mikilvæga verkefni. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að vakna og taka þátt í því með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu og lækka með því reikninga í heimilisbókhaldi fólks. Og búa þannig um hnútana að fleiri en ungir erfingjar eigi möguleika á húsnæðismarkaði. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu efnahagsmála og óskandi að þar birtist einhver sýn hjá ríkisstjórninni um næstu skref, í stað þess að tala í þátíð um góða stöðu heimila. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun