Rán í skjóli laga? Aðalsteinn Arnbjörnsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun