Hreinn Garðar hjá Hreinum görðum hreinsar óhreina garða Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júní 2023 21:31 Hreinn Garðar fékk nýlega sumarstarf hjá fyrirtækinu Hreinir garðar. Arnar Halldórsson Hinn átján ára gamli Hreinn Garðar Friðfinnsson sem hóf nýlega störf hjá fyrirtækinu Hreinir garðar segir söguna um ráðningu sína frekar skondna. Eigandi fyrirtækisins sér fyrir sér mögulegt forstjóraefni framtíðarinnar. „Ég var dauðþreyttur í rúminu og svaraði ég er bara einhver unglingur í Reykjavík. Á ég að fara taka niður jólaseríuna þína? Hún biður um að fá að tala við einhvern fullorðinn. Þá fattaði ég misskilninginn, ég heiti Hreinn Garðar sagði ég og þú ert að meina fyrirtækið Hreinir garðar og hún hló og hló og hló,“ segir Hreinn Garðar kíminn en K100 greindi fyrst frá. Það hafi verið í fjórða skipti sem hann fékk símtal sem tilheyrði fyrirtækinu. Hreinn Garðar sá svo auglýsingu þar sem Hreinir garðar voru að auglýsa eftir sumarstarfsfólki og þá hafi hann ákveðið að notfæra sér nafnið og hringt beint. Sá sem svaraði hafi verið nývaknaður. „Af hverju viltu vinna hérna? Ég sagði ég heiti Hreinn Garðar og það er frekar steikt. Gaurinn vaknaði, hann var steinsofandi og bara ert þú Hreinn Garðar. Þú verður að vinna hér, nafnið er algjör innspýting,“ segir hann. Hreinn Garðar er alsæll í nýja starfinu. Arnar Halldórsson Viku síðar fékk Hreinn Garðar vinnuna og er hann að eigin sögn alsæll. Það sama má segja um eiganda fyrirtækisins. „Við erum náttúrulega mjög ánægð með þetta. Þetta var eiginlega of fyndið til að gera þetta ekki,“ segir Þorgrímur Haraldsson, eigandi fyrirtækisins Hreinir garðar ehf. „Ég sé nú eiginlega bara fyrir mér að hann verði að gerast forstjóri fyrirtækisins í framtíðinni þannig ég reikna með að hann verði allavega út sumarið. Vonandi bara að eilífu“ Hreinn Garðar segist aðspurður skilja við garðana mjög hreina. „Ég myndi alveg segja það. Hreinn skilur ekki óhreina garða eftir,“ segir hann og hlær. Mannanöfn Vinnustaðurinn Garðyrkja Krakkar Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
„Ég var dauðþreyttur í rúminu og svaraði ég er bara einhver unglingur í Reykjavík. Á ég að fara taka niður jólaseríuna þína? Hún biður um að fá að tala við einhvern fullorðinn. Þá fattaði ég misskilninginn, ég heiti Hreinn Garðar sagði ég og þú ert að meina fyrirtækið Hreinir garðar og hún hló og hló og hló,“ segir Hreinn Garðar kíminn en K100 greindi fyrst frá. Það hafi verið í fjórða skipti sem hann fékk símtal sem tilheyrði fyrirtækinu. Hreinn Garðar sá svo auglýsingu þar sem Hreinir garðar voru að auglýsa eftir sumarstarfsfólki og þá hafi hann ákveðið að notfæra sér nafnið og hringt beint. Sá sem svaraði hafi verið nývaknaður. „Af hverju viltu vinna hérna? Ég sagði ég heiti Hreinn Garðar og það er frekar steikt. Gaurinn vaknaði, hann var steinsofandi og bara ert þú Hreinn Garðar. Þú verður að vinna hér, nafnið er algjör innspýting,“ segir hann. Hreinn Garðar er alsæll í nýja starfinu. Arnar Halldórsson Viku síðar fékk Hreinn Garðar vinnuna og er hann að eigin sögn alsæll. Það sama má segja um eiganda fyrirtækisins. „Við erum náttúrulega mjög ánægð með þetta. Þetta var eiginlega of fyndið til að gera þetta ekki,“ segir Þorgrímur Haraldsson, eigandi fyrirtækisins Hreinir garðar ehf. „Ég sé nú eiginlega bara fyrir mér að hann verði að gerast forstjóri fyrirtækisins í framtíðinni þannig ég reikna með að hann verði allavega út sumarið. Vonandi bara að eilífu“ Hreinn Garðar segist aðspurður skilja við garðana mjög hreina. „Ég myndi alveg segja það. Hreinn skilur ekki óhreina garða eftir,“ segir hann og hlær.
Mannanöfn Vinnustaðurinn Garðyrkja Krakkar Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira