Dómur yfir Snapchat-perranum staðfestur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júní 2023 16:32 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. Í dómnum kemur fram að Hörður hafi verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot vegna kynferðislegra netsamskipta sinna við stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Þá var Hörður dæmdur fyrir brot á umferðarlögum fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Af þriggja ára fangelsisvist dregst óslitið gæsluvarðhald síðan 9. desember 2021 frá. Það þýðir að hann hefur nú þegar afplánað tæpan helming fangelsisvistarinnar. Þá var Hörður sviptur ökuréttindum í 3 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða þolendum miskabætur. Árið 2021 var Hörður handtekinn vegna samskipta sinna við fimm ólögráða stúlkur en þann 9. desember sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var ítrekað framlengt vegna þess að hann taldist líklegur til að halda uppteknum hætti, yrði hann látinn laus. Þann 29. mars árið 2022 var Hörður ákærður fyrir brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Að auki var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hörður hlaut viðurnefnið Snapchat-perrinn þegar málið komst upp á yfirborðið en hann notaði fjarskiptaforritið Snapchat til að setja sig í samband við stúlkurnar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29 Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09 Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Í dómnum kemur fram að Hörður hafi verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot vegna kynferðislegra netsamskipta sinna við stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Þá var Hörður dæmdur fyrir brot á umferðarlögum fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Af þriggja ára fangelsisvist dregst óslitið gæsluvarðhald síðan 9. desember 2021 frá. Það þýðir að hann hefur nú þegar afplánað tæpan helming fangelsisvistarinnar. Þá var Hörður sviptur ökuréttindum í 3 mánuði auk þess sem honum var gert að greiða þolendum miskabætur. Árið 2021 var Hörður handtekinn vegna samskipta sinna við fimm ólögráða stúlkur en þann 9. desember sama ár var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem var ítrekað framlengt vegna þess að hann taldist líklegur til að halda uppteknum hætti, yrði hann látinn laus. Þann 29. mars árið 2022 var Hörður ákærður fyrir brot gegn níu stúlkum til viðbótar. Að auki var hann ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Hörður hlaut viðurnefnið Snapchat-perrinn þegar málið komst upp á yfirborðið en hann notaði fjarskiptaforritið Snapchat til að setja sig í samband við stúlkurnar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29 Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09 Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat. 8. ágúst 2022 16:29
Staðfesti gæsluvarðhald vegna brota gegn sextán stúlkum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn sextán stúlkum. Sú yngsta er aðeins ellefu ára gömul. 27. maí 2022 19:09
Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06