Það birtir alltaf til! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2023 15:00 Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun