Myndaveisla: Mögnuð tilþrif á meistaramótinu í götubolta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2023 10:58 Það var mikið í húfi á Klambratúni um helgina. Anton Brink Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum. Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink
Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48
Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03