„Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ Steinar Ingi Kolbeins skrifar 19. júní 2023 18:00 Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun