„Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ Steinar Ingi Kolbeins skrifar 19. júní 2023 18:00 Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í nokkurn tíma stært sig af framúrskarandi þátttöku og almennu samráði við borgarbúa þegar kemur að ákvörðunartöku og stefnumótun í hverfum borgarinnar. Í bæklingi Reykjavíkurborgar sem ber heitið „Íbúaþátttaka og lýðræði í Reykjavík – svona getur þú haft áhrif,“ er í fljótu bragði fjallað um helstu lýðræðisvettvanga borgarinnar: Ábendingavefinn, íbúaráð, samráðsnefndir og lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Að endingu er fjallað um krúnudjásnið í lýðræðis- og samráðsstefnu borgarinnar; verkefnið „Hverfið mitt“. „Hverfið mitt“ er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli t.a.m. ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið. Stjórnkerfið uppljóstrar um sjálft sig? Í gær birtist frétt á vef DV um tæknileg mistök embættismanns borgarinnar á fundi íbúaráðs Laugardals. Samkvæmt fréttinni stýrði embættismaðurinn fundinum og þurfti í því skyni að deila tölvuskjá sínum með fundargestum. Með því birtust gestum vægast sagt athyglisverðar samræður hans við annan starfsmann borgarinnar, verkefnastjóra á lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar. Fundarmenn gátu því fylgst með í beinni útsendingu hvað fór fram þeirra á milli. Án þess að rekja nákvæma atburðarás, virtust embættismennirnir ekki hafa í hyggju að leyfa íbúaráðsmeðlimum að hafa mikið til málanna að leggja, eða að minnsta kosti að hafa töluverð áhrif á framgang mála. „Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboða sem fóru fram þeirra á milli. Í orði en ekki á borði Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið? Getur það hugsast að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt? Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau? Gömul saga og ný Það hefur verið sammerkt með umdeildum málum hjá Reykjavíkurborg undanfarin misseri að íbúar hafa kvartað yfir skorti á samráði. Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma. Útsvarsgreiðendur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga - íbúaráð og nefndir - ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Fróðlegt væri í þessu samhengi að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða. Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi. Höfundur er íbúi í Reykjavík, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og 1. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun