„Íslenska leyniþjónustan“ hafi kynt undir mótmælaölduna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júní 2023 08:01 Mohammed Kazemi er yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins. IFMAT Mohammed Kazemi, herforingi og yfirmaður leyniþjónustu íranska hersins, sakar leyniþjónustur tuttugu ríkja um að kynda undir mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu í tæpt ár. Ísland er þar á meðal. Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979. Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Í viðtali á íranska vefnum Khamenei á þriðjudag lýsti Kazemi hvernig téðar leyniþjónustur eiga að hafa komið að mótmælunum sem hófust eftir að hin kúrdíska Mahsa Amini lést í varðhaldi siðgæðislögreglunnar í Tehran, þann 16. september. Hún var sökuð um að brjóta slæðulög en grunur leikur á að hún hafi verið myrt af lögreglumönnum. Að sögn Kazemi eru þetta meðal annarra leyniþjónustur frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi, Ástralíu, Sádi Arabíu, Ísrael og Íslandi. Ísrael er reyndar ekki nefnt á nafn heldur aðeins „hernámsstjórn síonista.“ Lýsti hann því meðal annars að evrópskar stofnanir hafi notað bæði Evrópumenn og Asíumenn til þess a safna upplýsingum um mótmælin. Þetta hafi leitt til þess að Íranir hafi handtekið um 40 einstaklinga í Khorasan Razavi héraði. Þá hafi bandaríska leyniþjónustan, CIA, dreift fréttum af mótmælunum á netinu og veitt mótmælendum aðstoð við að komast hjá fjarskiptatakmörkunum stjórnvalda. En írönsk stjórnvöld hafa heft netnotkun mikið síðan mótmælin hófust. Einnig að CIA, hin ísraelska Mossad og breska MI6 hafi reynt að ráða íranska kjarnorkuvísindamenn og hernaðarsérfræðinga af dögum. Ekki er greint frá því hvernig hin meinta íslenska leyniþjónusta á að hafa komið að því að kynda undir mótmælaölduna. Engin leyniþjónusta „Á Íslandi starfar ekki leyniþjónusta, aðeins lögregla,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra. Gera íslensk lög ekki ráð fyrir því að leyniþjónusta starfi í landinu. Gunnar segir hins vegar að greiningardeild ríkislögreglustjóra sé sú deild innan íslenska ríkisins sem eigi í samtali við öryggis- og leyniþjónustur annarra landa, til að mynda Norðurlandanna og annarra Evrópuþjóða, um upplýsingar er gætu varðað öryggi þjóðarinnar eða æðstu stjórnenda ríkisins. Að sögn Gunnars er enginn leyniþjónusta á Íslandi.Ríkislögreglustjóri „Íslenska lögreglan beitir sér ekki í málefnum annara ríkja. Embætti ríkislögreglustjóra og greiningardeild embættisins hafa á engan hátt hlutast til í málefnum Íran,“ segir Gunnar Hörður. Fordæma ofríki gagnvart konum Áslaug Karen Jóhannsdóttir, sérfræðingur í upplýsingadeild Utanríkisráðuneytisins, tekur í sama streng. Engin leyniþjónusta sé rekin á Íslandi. Einnig að Ísland hafi ekki átt neina aðkomu að mótmælunum í Íran og ekkert íslenskt sendiráð sé rekið í landinu. „Utanríkisráðherra hefur hins vegar fordæmt það ofríki sem konur í Íran þurfa að búa við, og leiddi meðal annars til dauða Möhsu Amini, og þá hörku og ofbeldi sem mótmælendur urðu fyrir í kjölfarið,“ segir Áslaug. „Þá framfylgir Ísland þeim þvingunaraðgerðum sem Evrópusambandið hefur gripið til gagnvart Íran vegna aðildar þarlendra stjórnvalda að dauða Mahsa Amini og ofsóknum gegn friðsömum mótmælendum.“ Dregið úr mótmælunum Mótmælin hófust strax eftir dauða Amini og standa enn þá yfir. Írönsk stjórnvöld hafa brugðist við þeim af fullri hörku, með handtökum og ofbeldi, og talið er að meira en 500 mótmælendur hafi dáið. Þá hafa sjö mótmælendur verið dæmdir til dauða og hengdir, að sögn stjórnvalda fyrir árásir á lögreglumenn og hermenn. Frá því í mars hefur dregið mjög úr mótmælunum en um tíma var litið á þau sem eina mestu ógn sem steðjað hefur að stjórnvöldum frá því að klerkastjórninni var komið á árið 1979. Meðal annars vegna víðtækra verkfalla sem þóttu minna um margt á verkföllin í aðdraganda byltingarinnar árið 1979.
Íran Mótmælaalda í Íran Utanríkismál Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira